Íslenski boltinn

Heimir í viðtali hjá Gumma Ben: „Tala alltaf of mikið hjá þér“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir tók við þjálfun Vals síðasta haust.
Heimir tók við þjálfun Vals síðasta haust. mynd/stöð 2 sport

Guðmundur Benediktsson ræðir við Heimi Guðjónsson, þjálfara karlaliðs Vals, þættinum Sportið í kvöld á eftir. Þátturinn hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport.

Gummi hefur lag á að fá Heimi til að tala eins og sjá má í þætti kvöldsins. Gummi og Heimir þekkjast vel en þeir léku saman hjá KR á árunum 1995-97.

Í þættinum verður farið um víðan völl. Meðal sem Heimir ræðir um eru fyrstu mánuðurnir í starfi hjá Val, Pepsi Max-deild karla og stöðuna sem upp er komin vegna kórónuveirufaraldursins.

Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportið í kvöld: Heimir mætir til Gumma Ben


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.