Enski boltinn

Alisson verður klár í slaginn

Sindri Sverrisson skrifar
Liverpool var nánast búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Óljóst er hvenær og jafnvel hvort að tímabilið verður klárað.
Liverpool var nánast búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Óljóst er hvenær og jafnvel hvort að tímabilið verður klárað. VÍSIR/EPA

Brasilíski markvörðurinn Alisson missti af síðustu þremur leikjum Liverpool vegna meiðsla áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en lauk endurhæfingunni heima hjá sér.

Alisson meiddist í vöðva á æfingu í byrjun mars en endurhæfingu hans var við það að ljúka þegar hléið var gert og hefur fylgt æfingaáætlun markvarðaþjálfarans John Achterberg heima hjá sér, enda útgöngubann í Bretlandi. Alisson verður því klár í slaginn þegar keppni hefst að nýju í ensku úrvalsdeildinni, hvenær sem það verður. Samkvæmt Sky Sports getur keppni í fyrsta lagi hafist 8. júní, en útgöngubann í Bretlandi var framlengt um þrjár vikur á fimmtudaginn.

„Hann [Alisson] hefur sent okkur vídjó af sér að hoppa og gera æfingar. Við vorum auðvitað að vinna með honum fram að útgöngubanninu og hann var nánast búinn að jafna sig,“ sagði Achterberg við heimasíðu Liverpool.

View this post on Instagram

Quarantine effect!! #AB1challenge @joaop93_

A post shared by Alisson Becker (@alissonbecker) on

„Núna þarf hann að halda sig heima, eins og hinir markmennirnir. Þeir fá allir áætlun frá þrekþjálfara og gera sitt til þess að vera í eins góðu ástandi og þeir geta, eins og allir hinir leikmennirnir,“ sagði Achterberg. Sagði hann annars lítið hægt að gera annað en að sjá til þess að leikmenn hefðu allan þann búnað sem þeir þyrftu, hvort sem það væru lóð, boltar eða skór.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×