Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 11:49 Hátt í 15 þúsund hafa látist í Bretlandi af völdum kórónuveirunnar. Vísir/Getty Yfirvöld í Bretlandi hvetja nú heilbrigðisstarfsfólk til þess að endurnýta hlífðarfatnað og búnað ef skortur verður. Stéttarfélög lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu hafa lýst yfir áhyggjum af þessum tilmælum og segja þau ógna lífi og heilsu starfsfólks. Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. Vegna mikils álags á sjúkrahúsum landsins bendir margt til þess að hlífðarbúnaðurinn sem notaður er við gjörgæslumeðferð sjúklinga gæti klárast nú um helgina. Yfirvöld segjast vinna að því að útvega frekari birgðir af hlífðarbúnaði en hafa þó gefið út þau tilmæli nýta búnaðinn sparlega. Í leiðbeiningum sem gefnar voru út á föstudag kom meðal annars fram að sjúkrahús myndu geyma hlífðarfatnað fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér hættu á smiti ef skortur yrði, eða endurnýta hlífðarfatnað sem hægt væri að þvo. Það væri þó ljóst að það þyrfti að gera einhverjar tilslakanir svo hægt væri að bregðast við miklum skorti á erfiðum tímum. Hafa misst of marga heilbrigðisstarfsmenn Hlífðarbúnaðurinn er framleiddur í Kína og höfðu yfirvöld pantað birgðir fyrir nokkrum vikum. Hann er þó aðeins afhentur í takmörkuðu magni hverju sinni. Dr. Rob Harwood hjá bresku læknasamtökunum er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þessi tilmæli yfirvalda. Hann segir allar slíkar ákvarðanir verða að byggja á vísindum, en ekki framboði og eftirspurn. „Ef það er verið að leggja það til að starfsfólk endurnýti búnað, þá verður það að vera byggt á vísindum og sterkum sönnunargögnum frekar en fáanleika og það má alls ekki stofna öryggi heilbrigðisstarfsfólks í hættu,“ segir Harwood og bætir við að nú þegar hefði heilbrigðisstarfsfólk látið lífið í faraldrinum. „Nú þegar hafa of margir heilbrigðisstarfsmenn dáið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fleiri læknar og samstarfsfólk þeirra leggi líf sitt að veði til þess að bjarga öðrum, og þessi nýju tilmæli geta leitt til þess. Þetta er ekki ákvörðun sem þau ættu að þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hvetja nú heilbrigðisstarfsfólk til þess að endurnýta hlífðarfatnað og búnað ef skortur verður. Stéttarfélög lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu hafa lýst yfir áhyggjum af þessum tilmælum og segja þau ógna lífi og heilsu starfsfólks. Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. Vegna mikils álags á sjúkrahúsum landsins bendir margt til þess að hlífðarbúnaðurinn sem notaður er við gjörgæslumeðferð sjúklinga gæti klárast nú um helgina. Yfirvöld segjast vinna að því að útvega frekari birgðir af hlífðarbúnaði en hafa þó gefið út þau tilmæli nýta búnaðinn sparlega. Í leiðbeiningum sem gefnar voru út á föstudag kom meðal annars fram að sjúkrahús myndu geyma hlífðarfatnað fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér hættu á smiti ef skortur yrði, eða endurnýta hlífðarfatnað sem hægt væri að þvo. Það væri þó ljóst að það þyrfti að gera einhverjar tilslakanir svo hægt væri að bregðast við miklum skorti á erfiðum tímum. Hafa misst of marga heilbrigðisstarfsmenn Hlífðarbúnaðurinn er framleiddur í Kína og höfðu yfirvöld pantað birgðir fyrir nokkrum vikum. Hann er þó aðeins afhentur í takmörkuðu magni hverju sinni. Dr. Rob Harwood hjá bresku læknasamtökunum er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þessi tilmæli yfirvalda. Hann segir allar slíkar ákvarðanir verða að byggja á vísindum, en ekki framboði og eftirspurn. „Ef það er verið að leggja það til að starfsfólk endurnýti búnað, þá verður það að vera byggt á vísindum og sterkum sönnunargögnum frekar en fáanleika og það má alls ekki stofna öryggi heilbrigðisstarfsfólks í hættu,“ segir Harwood og bætir við að nú þegar hefði heilbrigðisstarfsfólk látið lífið í faraldrinum. „Nú þegar hafa of margir heilbrigðisstarfsmenn dáið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fleiri læknar og samstarfsfólk þeirra leggi líf sitt að veði til þess að bjarga öðrum, og þessi nýju tilmæli geta leitt til þess. Þetta er ekki ákvörðun sem þau ættu að þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54
Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27