Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira