TikTok faldi myndbönd frá notendum sem voru taldir ljótir, fátækir eða fatlaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 19:35 Gögn frá TikTok sýna fram á að stjórnendur forritsins hafi bælt niður myndbönd einstaklinga sem taldir voru ljótir, fátækir eða fatlaðir. getty/Rafael Henrique Stjórnendum forritsins TikTok var skipað að fela myndbönd sem birt voru á forritinu af notendum sem voru of ljótir, virtust fátækir eða fatlaðir. Þetta á fyrirtækið að hafa viljað til að myndböndin á forritinu væru hvetjandi fyrir notendur þess, samkvæmt trúnaðargögnum sem birt voru af fréttastofunni Intercept. TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horf á myndbönd annarra notenda. Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. Í gögnunum sem birt voru af Intercept er það útlistað ítarlega hvernig stjórnendum forritsins var fyrirskipað að velja myndbönd fyrir streymið „For you“ eða „fyrir þig,“ á íslensku. Þessi „fyrir þig“ dálkur er sá dálkur sem flestir notendur skruna í gegn um þegar þeir opna forritið. Því getur það skipt sköpum fyrir notendur ef myndbönd þeirra eru valin til að vera sýnd í „fyrir þig“ dálkinum en hingað til hefur það ekki verið þekkt hvað þurfi til þess að myndbönd séu valin til að vera sýnd í þessum dálki. Stjórnendum TikTok var skipað að setja myndbönd ekki í Fyrir þig dálkinn ef þau uppfylltu ekki viss skilyrði. Þar á meðal máttu einstaklingar í myndböndum ekki vera með „óeðlilegt vaxtarlag“ (t.a.m. dvergvaxnir eða með ofvöxt), vera bústnir, í ofþyngd eða of grannir, vera ljótir í framan eða vera með ljót andlitslýti. Einstaklinga með þessa „útlitsgalla“ var æskilegt að fjarlægja af forritinu, segir í gögnunum, þar sem að „ef einstaklingurinn er ekki fallegur verður myndbandið ekki jafn aðlaðandi og þess vegna ekki þess virði að mæla með því við notendur.“ Þá kemur einnig fram að fjarlægja átti myndbönd ef fátækleg heimili sæjust í bakgrunni þar sem „þess konar umhverfi væri ekki jafn fínt og aðlaðandi.“ Talsmaður TikTok sagði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir einelti á miðlinum. TikTok var gagnrýnt í desember vegna misheppnaðra tilrauna til að koma í veg fyrir einelti en það hafði verið gert á sama hátt: með því að fela myndbönd einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Ástæðurnar sem eru útlistaðar í nýjustu gögnunum eru mun fjölbreyttari og er hvergi minnst á einelti í þeim gögnum. Tækni Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Stjórnendum forritsins TikTok var skipað að fela myndbönd sem birt voru á forritinu af notendum sem voru of ljótir, virtust fátækir eða fatlaðir. Þetta á fyrirtækið að hafa viljað til að myndböndin á forritinu væru hvetjandi fyrir notendur þess, samkvæmt trúnaðargögnum sem birt voru af fréttastofunni Intercept. TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horf á myndbönd annarra notenda. Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. Í gögnunum sem birt voru af Intercept er það útlistað ítarlega hvernig stjórnendum forritsins var fyrirskipað að velja myndbönd fyrir streymið „For you“ eða „fyrir þig,“ á íslensku. Þessi „fyrir þig“ dálkur er sá dálkur sem flestir notendur skruna í gegn um þegar þeir opna forritið. Því getur það skipt sköpum fyrir notendur ef myndbönd þeirra eru valin til að vera sýnd í „fyrir þig“ dálkinum en hingað til hefur það ekki verið þekkt hvað þurfi til þess að myndbönd séu valin til að vera sýnd í þessum dálki. Stjórnendum TikTok var skipað að setja myndbönd ekki í Fyrir þig dálkinn ef þau uppfylltu ekki viss skilyrði. Þar á meðal máttu einstaklingar í myndböndum ekki vera með „óeðlilegt vaxtarlag“ (t.a.m. dvergvaxnir eða með ofvöxt), vera bústnir, í ofþyngd eða of grannir, vera ljótir í framan eða vera með ljót andlitslýti. Einstaklinga með þessa „útlitsgalla“ var æskilegt að fjarlægja af forritinu, segir í gögnunum, þar sem að „ef einstaklingurinn er ekki fallegur verður myndbandið ekki jafn aðlaðandi og þess vegna ekki þess virði að mæla með því við notendur.“ Þá kemur einnig fram að fjarlægja átti myndbönd ef fátækleg heimili sæjust í bakgrunni þar sem „þess konar umhverfi væri ekki jafn fínt og aðlaðandi.“ Talsmaður TikTok sagði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir einelti á miðlinum. TikTok var gagnrýnt í desember vegna misheppnaðra tilrauna til að koma í veg fyrir einelti en það hafði verið gert á sama hátt: með því að fela myndbönd einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Ástæðurnar sem eru útlistaðar í nýjustu gögnunum eru mun fjölbreyttari og er hvergi minnst á einelti í þeim gögnum.
Tækni Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira