„Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2020 10:32 Bólusetning gegn Covid-19 hófst hér á landi í gær. Vísir/Vilhelm Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. Þetta er mat Ingileifar Jónsdóttur, prófessors í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, sem fram kemur í ítarlegri grein á Vísindavefnum þar sem farið er yfir hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn Covid-19 og hvað sé vitað um þau. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið leyfi fyrir notkun á bóluefnum Pfizer og Moderna, í Bretlandi hefur leyfi fengist fyrir bóluefnim Pfizer og AstaZeneca og annars staðar í Evrópu hefur leyfi fengist fyrir bóluefni Pfizer. Bólusetningar hófust hér á landi í gær með bóluefni Pfizer sem er svokallað mRNA-bóluefni. Hvernig virka mRNA-bóluefni? Í grein Ingileifar kemur fram að slík bóluefni, kjarnsýrubóluefni, virki þannig að þau koma erfðaefni sýkils inn í frumur líkamans sem framleiða síðan prótín eftir forskriftinni í erfðaefninu. Bóluefni sem þróuð eru gegn COVID-19 innihalda mRNA-bút sem skráir fyrir broddprótíni veirunnar. Þegar genið er komið inn í frumur mannsins tekur prótínframleiðslukerfi frumnanna til við að búa til broddprótínið í miklu magni, og það vekur sterkt ónæmissvar. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þar sem prótínin myndast inni í frumum mannsins á sama hátt og gerist í veirusýkingum, myndast bæði öflugt mótefnasvar og öflugt T-frumusvar, bæði T-drápsfrumna og T-hjálparfrumna, að því er segir í grein Ingileifar á Vísindavefnum, þar sem einnig er farið yfir gerð og eiginleika annarra bóluefna sem eru í notkun eða þróun. „Það er stórkostlegur árangur að tvö bóluefni hafi þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum í Bandaríkjunum og eitt í Evrópu, innan við ári frá því að SARS-CoV-2-veiran fannst,“ skrifar Ingileif. Verndarmáttur þeirra bóluefna sem lengst eru komin í prófunum sé mikill. „Öryggi þeirra og hverfandi áhætta, sem rannsóknir sýna að er sambærileg við bóluefni sem þegar eru notuð, ættu að auðvelda öllum að vega og meta ávinning og áhættu af bólusetningu miðað við áhættuna sem fylgir því að fá COVID-19,“ skrifar Ingileif. Vonast Ingileif jafnframt til þess að aðgangur að bóluefnum gegn Covid-19 á heimsvísu verði sanngjarn, og að öll lönd fái bóluefni sem fyrst fyrir þá sem séu í mestri áhættu við að fara illa út úr Covid-19. „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. 30. desember 2020 10:20 Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. 29. desember 2020 23:19 WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta er mat Ingileifar Jónsdóttur, prófessors í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, sem fram kemur í ítarlegri grein á Vísindavefnum þar sem farið er yfir hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn Covid-19 og hvað sé vitað um þau. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið leyfi fyrir notkun á bóluefnum Pfizer og Moderna, í Bretlandi hefur leyfi fengist fyrir bóluefnim Pfizer og AstaZeneca og annars staðar í Evrópu hefur leyfi fengist fyrir bóluefni Pfizer. Bólusetningar hófust hér á landi í gær með bóluefni Pfizer sem er svokallað mRNA-bóluefni. Hvernig virka mRNA-bóluefni? Í grein Ingileifar kemur fram að slík bóluefni, kjarnsýrubóluefni, virki þannig að þau koma erfðaefni sýkils inn í frumur líkamans sem framleiða síðan prótín eftir forskriftinni í erfðaefninu. Bóluefni sem þróuð eru gegn COVID-19 innihalda mRNA-bút sem skráir fyrir broddprótíni veirunnar. Þegar genið er komið inn í frumur mannsins tekur prótínframleiðslukerfi frumnanna til við að búa til broddprótínið í miklu magni, og það vekur sterkt ónæmissvar. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þar sem prótínin myndast inni í frumum mannsins á sama hátt og gerist í veirusýkingum, myndast bæði öflugt mótefnasvar og öflugt T-frumusvar, bæði T-drápsfrumna og T-hjálparfrumna, að því er segir í grein Ingileifar á Vísindavefnum, þar sem einnig er farið yfir gerð og eiginleika annarra bóluefna sem eru í notkun eða þróun. „Það er stórkostlegur árangur að tvö bóluefni hafi þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum í Bandaríkjunum og eitt í Evrópu, innan við ári frá því að SARS-CoV-2-veiran fannst,“ skrifar Ingileif. Verndarmáttur þeirra bóluefna sem lengst eru komin í prófunum sé mikill. „Öryggi þeirra og hverfandi áhætta, sem rannsóknir sýna að er sambærileg við bóluefni sem þegar eru notuð, ættu að auðvelda öllum að vega og meta ávinning og áhættu af bólusetningu miðað við áhættuna sem fylgir því að fá COVID-19,“ skrifar Ingileif. Vonast Ingileif jafnframt til þess að aðgangur að bóluefnum gegn Covid-19 á heimsvísu verði sanngjarn, og að öll lönd fái bóluefni sem fyrst fyrir þá sem séu í mestri áhættu við að fara illa út úr Covid-19. „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. 30. desember 2020 10:20 Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. 29. desember 2020 23:19 WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. 30. desember 2020 10:20
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18
Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06
Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. 29. desember 2020 23:19
WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43