Enginn gefið fleiri heppnaðar sendingar á tímabilinu en Henderson í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 15:00 Henderson losar boltann gegn WBA í gær. Alls átti hann 141 heppnaða sendingu í leiknum. EPA-EFE/Nick Potts Þó Englandsmeistarar Liverpool hafi aðeins náð 1-1 jafntefli gegn nýliðum West Bromwich Albion á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þá voru yfirburðir heimamanna töluverðir framan af leik. Liverpool tók á móti lærisveinum Sam Allardyce á Anfield í gær. Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 1-0 yfir eftir aðeins tólf mínútur þökk sé marki Sadio Mané eftir sendingu Joël Matip. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá var Liverpool aðeins einu marki yfir í hálfleik og gestirnir komu töluvert beittari út í síðari hálfleikinn. Eftir vel útfærða hornspyrnu jafnaði varnarmaðurinn Semi Ajayi metin þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur á Anfield því 1-1 en þetta var fjórða heimsókn Sam Allardyce í röð á Anfield án taps. Yfirburðir Liverpool sjást best á tölfræði liðsins í leiknum en alls átti liðið 17 tilraunir að marki gegn fimm hjá gestunum. Það sem meira er þá áttu heimamenn alls 816 sendingar í leiknum gegn aðeins 233 hjá West Bromwich. Jordan Henderson completed 141 passes in Liverpool's 1-1 draw with West Brom, a record in a Premier League match this season pic.twitter.com/IJZDShIiTE— WhoScored.com (@WhoScored) December 28, 2020 Enginn leikmaður átti fleiri sendingar en Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistaranna, í leiknum. Raunar er það svo að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt fleiri sendingar í einum og sama leiknum á tímabilinu en Henderson í gær. Hann gaf 141 heppnaða sendingu í leiknum. Aðeins 92 færri en allt WBA liðið til samans. Eins og áður sagði þá kom það ekki að sök í gær og WBA náði í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Eitthvað sem Stóri Sam er orðinn vanur að gera á Anfield. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30 Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16 Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Liverpool tók á móti lærisveinum Sam Allardyce á Anfield í gær. Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 1-0 yfir eftir aðeins tólf mínútur þökk sé marki Sadio Mané eftir sendingu Joël Matip. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá var Liverpool aðeins einu marki yfir í hálfleik og gestirnir komu töluvert beittari út í síðari hálfleikinn. Eftir vel útfærða hornspyrnu jafnaði varnarmaðurinn Semi Ajayi metin þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur á Anfield því 1-1 en þetta var fjórða heimsókn Sam Allardyce í röð á Anfield án taps. Yfirburðir Liverpool sjást best á tölfræði liðsins í leiknum en alls átti liðið 17 tilraunir að marki gegn fimm hjá gestunum. Það sem meira er þá áttu heimamenn alls 816 sendingar í leiknum gegn aðeins 233 hjá West Bromwich. Jordan Henderson completed 141 passes in Liverpool's 1-1 draw with West Brom, a record in a Premier League match this season pic.twitter.com/IJZDShIiTE— WhoScored.com (@WhoScored) December 28, 2020 Enginn leikmaður átti fleiri sendingar en Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistaranna, í leiknum. Raunar er það svo að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt fleiri sendingar í einum og sama leiknum á tímabilinu en Henderson í gær. Hann gaf 141 heppnaða sendingu í leiknum. Aðeins 92 færri en allt WBA liðið til samans. Eins og áður sagði þá kom það ekki að sök í gær og WBA náði í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Eitthvað sem Stóri Sam er orðinn vanur að gera á Anfield.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30 Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16 Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30
Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16
Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn