Enski boltinn

Mark­vörður WBA: Frá­bær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Johnstone varði meistaralega frá Roberto Firmino undir lok leiks.
Johnstone varði meistaralega frá Roberto Firmino undir lok leiks. Clive Brunskill/Getty Images

Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag.

„Já þetta var frábær markvarsla en ég hafði ekki það mikið að gera í leiknum ef ég á að segja alveg eins og er. Það var gott að verja skallann frá Firmino og halda út til að ná jafnteflinu,“ sagði markvörðurinn öflugi í viðtali við Sky Sports að leik loknum.

Um nafna sinn Allardyce

„Þetta er gott, öðruvísi. Það vita allir hvernig hann er. Hann hefur breytt hlutunum mjög hratt og leikmennirnir hafa tekið vel í það. Þetta er allt í vinnslu og vonandi höldum við áfram að byggja ofan á það og ná í úrslit.“

„Þetta er frábært en við verðum að taka það með okkur í næsta leik og snúa jafnteflum í sigra. Það er það sem við erum hérna til að gera. Frábært að ná í stig hér en við getum ekki brugðist sjálfum okkur í næsta leik eða leiknum á eftir því,“ sagði Johnstone um jafntefli dagsins en WBA hefur einnig náð í stig gegn Manchester City og Chelsea á leiktíðinni.

„Eins og ég sagði þá er þetta nýtt þjálfarateymi, nýjar áherslur og við höldum áfram að berjast og hafa trú á okkur sjálfum,“ sagði markvörðurinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×