Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 16:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir þessari skoðun sinni í nokkrum Facebook-færslum nú um helgina. vísir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu. „Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“ Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“
Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira