Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 16:49 Frá rússneska þinginu. Þar hafa þingmenn í vikunni samþykkt fjölda frumvarpa sem sögðu eru snúa að því að auka völd hins opinbera og takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. EPA/YURI KOCHETKOV Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar. Rússland Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar.
Rússland Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira