„Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 13:41 Daníel Jakobsson hefur verið ráðinn til Artic Fish. Hann telur það ekki tefla hæfi sínu sem bæjarfulltrúa og formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í neina hættu. vísir Formaður bæjarráðs Ísafjarðar ráðinn til Arctic Fish samhliða bæjarstjórnarstörfum sínum. Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur verið ráðinn til Arctic Fish sem ráðgjafi í sérverkefni. Hann mun hefja störf um miðjan janúar. BB greindi frá þessu en í samtali við Vísi segir Daníel þetta ekki þýða neinar breytingar á störfum hans fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þeim mun hann sinna eftir sem áður. „Það er bara aukastarf.“ Í BB segir að Daníels sé viðskiptafræðingur, reyndur úr viðskipalífinu og „fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.“ Þá segir jafnframt að Arctic Fish sé í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á eldisfiski næstu 5 árum. Telur þetta ekki tefla hæfi sínu í hættu Í siðareglum Ísafjarðarbæjar eru ýmis ákvæði sem snúa að hagsmunaárekstrum og hæfi, svo sem 8. grein þar sem segir meðal annars að starfsmenn „skulu ekki taka þátt í málsmeðferð og ákvörðunum ef þeir eiga sjálfir aðild að málinu.“ Vísir innti Daníel eftir því hvort störf hans fyrir Arctic Fish tefldi ekki hæfi hans í hættu? Daníel telur svo ekki vera. „Það eru allir bæjarfulltrúar með önnur störf meðfram bæjarfulltrúastörfum sínum, sem litið er á sem aukavinnu. Í annan stað kemur sveitarfélagið lítið að málefnum fiskeldisins, það er aðallega á hendi ríkisins,“ segir Daníel og vísar í því sambandi til allskyns leyfisveitinga. Í þriðja lagi segir Daníel til staðar reglur og lög sem segi til um hvenær menn er vanhæfir og hvenær ekki. Hann segist hafa verið í erfiðari stöðu sem eigandi fyrirtækis í ferðaþjónustu, en þá voru leyfisveitingar á hendi bæjarins. „Ef þú lítur allan hringinn í kringum landið þá er fjöldi manna í svipaðri stöðu og ég. Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn. Þetta er lítið landi. Við gegnum öll tveimur hlutverkum sem erum í bæjarstjórn og verðum bara að passa uppá að fara eftir reglum í þeim efnum öllum.“ Aðalatriðið er að hagsmunir liggi fyrir og séu uppi á borðum, segir Daníel. Arctic Fish að hálfu í eigu aflandsfyrirtækis Nokkuð hefur verið fjallað um eignarhald á laxeldisfyrirtækja en starfsemi þeirra hefur verið í veldisvexti á Íslandi á undanförnum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni segir að eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, eigi tæplega helmingshlut í Arctic Fish sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs. „Eitt af því sem vekur athygli þegar eignarhald laxeldisfyrirtækja eins og Arctic Fish er skoðað er að nær allt hlutafé íslenskra laxeldisfyrirtækja er í eigu erlendra aðila. Einungis 2,5 prósent af hlutafé Arctic Fish er til dæmis í eigu íslensks fyrirtækis og íslenskra einstaklinga.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Fiskeldi Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður VG, seðlabankastjóri og ástandið á Gaza Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Fagna löngu tímabærri breytingu Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Tveir reyndust í skotti bíls Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Loksins mega hommar gefa blóð Sjá meira
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur verið ráðinn til Arctic Fish sem ráðgjafi í sérverkefni. Hann mun hefja störf um miðjan janúar. BB greindi frá þessu en í samtali við Vísi segir Daníel þetta ekki þýða neinar breytingar á störfum hans fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þeim mun hann sinna eftir sem áður. „Það er bara aukastarf.“ Í BB segir að Daníels sé viðskiptafræðingur, reyndur úr viðskipalífinu og „fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.“ Þá segir jafnframt að Arctic Fish sé í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á eldisfiski næstu 5 árum. Telur þetta ekki tefla hæfi sínu í hættu Í siðareglum Ísafjarðarbæjar eru ýmis ákvæði sem snúa að hagsmunaárekstrum og hæfi, svo sem 8. grein þar sem segir meðal annars að starfsmenn „skulu ekki taka þátt í málsmeðferð og ákvörðunum ef þeir eiga sjálfir aðild að málinu.“ Vísir innti Daníel eftir því hvort störf hans fyrir Arctic Fish tefldi ekki hæfi hans í hættu? Daníel telur svo ekki vera. „Það eru allir bæjarfulltrúar með önnur störf meðfram bæjarfulltrúastörfum sínum, sem litið er á sem aukavinnu. Í annan stað kemur sveitarfélagið lítið að málefnum fiskeldisins, það er aðallega á hendi ríkisins,“ segir Daníel og vísar í því sambandi til allskyns leyfisveitinga. Í þriðja lagi segir Daníel til staðar reglur og lög sem segi til um hvenær menn er vanhæfir og hvenær ekki. Hann segist hafa verið í erfiðari stöðu sem eigandi fyrirtækis í ferðaþjónustu, en þá voru leyfisveitingar á hendi bæjarins. „Ef þú lítur allan hringinn í kringum landið þá er fjöldi manna í svipaðri stöðu og ég. Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn. Þetta er lítið landi. Við gegnum öll tveimur hlutverkum sem erum í bæjarstjórn og verðum bara að passa uppá að fara eftir reglum í þeim efnum öllum.“ Aðalatriðið er að hagsmunir liggi fyrir og séu uppi á borðum, segir Daníel. Arctic Fish að hálfu í eigu aflandsfyrirtækis Nokkuð hefur verið fjallað um eignarhald á laxeldisfyrirtækja en starfsemi þeirra hefur verið í veldisvexti á Íslandi á undanförnum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni segir að eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, eigi tæplega helmingshlut í Arctic Fish sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs. „Eitt af því sem vekur athygli þegar eignarhald laxeldisfyrirtækja eins og Arctic Fish er skoðað er að nær allt hlutafé íslenskra laxeldisfyrirtækja er í eigu erlendra aðila. Einungis 2,5 prósent af hlutafé Arctic Fish er til dæmis í eigu íslensks fyrirtækis og íslenskra einstaklinga.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Fiskeldi Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður VG, seðlabankastjóri og ástandið á Gaza Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Fagna löngu tímabærri breytingu Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Tveir reyndust í skotti bíls Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Loksins mega hommar gefa blóð Sjá meira
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13