Viðskipti innlent

Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. Stjórnarformaður hjá Arnarlaxi er Kjartan Ólafsson.
Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. Stjórnarformaður hjá Arnarlaxi er Kjartan Ólafsson.
Jón Kaldal, talsmaður umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund, segir einsýnt að norskir fiskeldisspekúlantar sjái sér mikla gróðavon í sjókvíaeldi við Íslandsstrendur og íslensk stjórnvöld eru að gefa landsins gæði. Viðskipti um hlut í fiskeldisfyrirtækinu Arnarlax staðfesti það sem hann hefur áður sagt í nýlegum pistli.

Fréttastofa reyndi að ná viðbrögð frá Arnarlaxi og talsmanna fiskeldisfyrirtækja, en þeir kusu að tjá sig ekki að svo stöddu máli.

„Í umræðum um eignarhald og hverjir eru að græða, er mjög mikilvægt að missa ekki sjónar á aðal efnisatriðum þessa máls. Sjóvkíaeldi er mengandi iðnaður sem er háskalegur fyrir umhverfi og lífríki Íslands. Það breytist hvorki til eða frá eftir því hvort eignarhaldið er innlent eða erlent,“ segir Jón í samtali við Vísi.

Þungur lobbísimi

Fyrirtækið Arnarlax er metið á 21 milljarð en viðskiptin sem greint var frá, þar sem SalMar jók hlut sinn um sem nemur 2,5 milljörðum króna og á nú meirihluta í fyrirtækinu, sýna hversu mikla fjármuni er um að tefla.

„Þessar feikilega háu upphæðir eru auðvitað ástæðan fyrir þeim þunga lobbísima sem er í gangi af hálfu sjókvíaeldisfyrirtækjanna hér á landi.

Söluvaran er aðgangur að íslenskri náttúru og það eru milljarðar í húfi fyrir nokkra einstaklinga og fyrirtæki sem þeim tengjast.

Sú hlið er vissulega umhugsunarefni fyrir þjóðina. Umgjörðin um þennan geira, sem hvílir alfarið á afnotum af náttúru landsins, hefur gert nokkrum einstaklingum kleift á að auðgast mjög hraustlega,“ segir Jón.

 

Auðgast vegna afnota af náttúru landsins

Jón Kaldal gerir alvarlega athugasemd við það hvernig íslensk stjórnvöld hafa haldið á málum.

„Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi eru orðin gríðarlega dýr í Noregi. Norsku fiskeldisrisarnir, sem eru umsvifamestir hér við land, eru mörg hundruð milljarða króna fyrirtæki, samt er verið að gefa þeim alls kyns afslætti hér þegar kemur að þessari starfsemi.“


Tengdar fréttir

Eltið peningana

Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,28
1
20.790
ICESEA
0,81
9
52.830
EIM
0,68
4
26.416
SIMINN
0,31
4
45.585
FESTI
0
2
16.012

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,75
41
31.040
MAREL
-1
15
76.052
LEQ
-0,85
1
73
ARION
-0,8
10
159.451
REITIR
-0,76
2
11.137
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.