Morðingi Grace Millane sakfelldur fyrir fleiri árásir gegn konum Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 07:37 Jesse Kempton komst í kynni við flestar konurnar í gegnum stefnumótaforrit. AP Maðurinn sem myrti breska bakpokaferðalanginn Grace Millane á Nýja-Sjálandi hefur verið sakfelldur fyrir tvær árásir til viðbótar gegn konum. BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018. Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum. Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar. Ellefu ára fangelsi til viðbótar Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane. Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder. Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda. Vakti gríðarlega athygli Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum. Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Bretland Tengdar fréttir „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018. Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum. Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar. Ellefu ára fangelsi til viðbótar Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane. Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder. Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda. Vakti gríðarlega athygli Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum. Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Bretland Tengdar fréttir „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00