Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 09:36 Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. AP/Gerald Herbert Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. Það verði ekki eingöngu gert með viðskiptaþvingunum og öðrum sambærilegum refsiaðgerðum heldur einnig með aðgerðum sem ætlað sé að draga úr getu Rússa til að gera tölvuárásir og jafnvel verði sambærilegum árásum beitt gegn þeim. Þetta sagði Klain í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa sérfræðingar, þingmenn og embættismenn og þeirra á meðal Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagt að um mjög alvarlega árás sé að ræða og að spjótin beinist að yfirvöldum í Rússlandi. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur þó haldið öðru fram. Um helgina sagði hann að yfirvöld í Kína hefðu mögulega framkvæmt töluvárásina. Hann sagði einnig að ekki væri um alvarlega árás að ræða, sem er þvert á það sem Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt. Eins og tekið er fram í grein AP fréttaveitunnar hefur Trump ítrekað á forsetatíð sinni neitað að saka Rússa fyrir aðgerðir þeirra sem beinst hafa gegn Bandaríkjunu, jafnvel þó þær séu vel skráðar. Samkvæmt heimildum Reuters eru Biden-liðar að íhuga viðskiptaþvinganir og tölvuárásir á innviði Rússlands. Mark Warner, æðsti þingmaður Demókrataflokksins í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði í viðtali í gær að enn væri ekki ljóst hve umfangsmikil tölvuárásin væri og og hún gæti enn verið yfirstandandi. Rússland Bandaríkin Tölvuárásir Joe Biden Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Það verði ekki eingöngu gert með viðskiptaþvingunum og öðrum sambærilegum refsiaðgerðum heldur einnig með aðgerðum sem ætlað sé að draga úr getu Rússa til að gera tölvuárásir og jafnvel verði sambærilegum árásum beitt gegn þeim. Þetta sagði Klain í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa sérfræðingar, þingmenn og embættismenn og þeirra á meðal Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagt að um mjög alvarlega árás sé að ræða og að spjótin beinist að yfirvöldum í Rússlandi. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur þó haldið öðru fram. Um helgina sagði hann að yfirvöld í Kína hefðu mögulega framkvæmt töluvárásina. Hann sagði einnig að ekki væri um alvarlega árás að ræða, sem er þvert á það sem Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt. Eins og tekið er fram í grein AP fréttaveitunnar hefur Trump ítrekað á forsetatíð sinni neitað að saka Rússa fyrir aðgerðir þeirra sem beinst hafa gegn Bandaríkjunu, jafnvel þó þær séu vel skráðar. Samkvæmt heimildum Reuters eru Biden-liðar að íhuga viðskiptaþvinganir og tölvuárásir á innviði Rússlands. Mark Warner, æðsti þingmaður Demókrataflokksins í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði í viðtali í gær að enn væri ekki ljóst hve umfangsmikil tölvuárásin væri og og hún gæti enn verið yfirstandandi.
Rússland Bandaríkin Tölvuárásir Joe Biden Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira