Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:14 Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Vísir/Getty Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Um einstaklega vandaða árás væri að ræða sem ógnaði nú grunninnviðum og að mjög erfitt yrði að greina umfang hennar og sömuleiðis að stöðva hana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði stofnunin ekki um hvaða stofnanir eða fyrirtæki um er að ræða. Einn heimildarmaður AP sagði útlit fyrir að þetta væri versta tölvuárás í sögu Bandaríkjanna og tölvuþrjótarnir hefðu „komist inn í allt“. Gert sé ráð fyrir því að tölvukerfi flestra, ef ekki allra, opinbera stofnanna séu óörugg. Árásin er sögð hafa byrjað í mars. Miðað við þær fregnir sem hafa borist brutu tölvuþrjótar sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins SolarWinds, sem selur fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa. Þrjótarnir eru meðal annars sagðir hafa smitað uppfærslur frá fyrirtækinu svo þeir öðluðust aðgang að, og jafnvel stjórn á, tölvukerfum þar sem uppfærslurnar voru notaðar. Politico sagði frá því í kvöld að starfsmenn tveggja stofnana sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að tölvuþrjótar hafi aðgang að tölvukerfum þeirra. Netöryggissérfræðingar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við segja útlit fyrir að tölvuþrjótarnir hafi hingað til eingöngu verið að safna upplýsingum. Þeir fari þó mögulega með stjórn tölvukerfa stofnanna, eins og áður hefur komið fram, og geti í rauninni valdið þar gífurlegum skaða. Þingmenn hafa sagt að þeir óttist að tölvuþrjótarnir hafi meðal annars komist inn í tölvukerfi Skattstofnunar Bandaríkjanna og náð gífurlegum upplýsingum um persónuhag Bandaríkjamanna. Enn sem komið er hafa spjótin vestanhafs beinst að rússneskum tölvuþrjótum sem taldir eru vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt heimildum AP hefur það þó ekki verið staðfest enn. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sem var gagnrýndur fyrir að hætta að vera með sérstakan netöryggisráðgjafa í Hvíta húsinu, hefur ekki enn tjáð sig um árásina. Thomas Bossert, fyrrverandi ráðgjafi heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times þar sem hann sagði að gera ætti ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi stjórni nú öllum þeim tölvukerfum sem tölvuþrjótarnir hafi ráðist á. Hann vísar í gögn frá SolarWinds um að allt að 18 þúsund stofnanir og fyrirtæki hafi sótt smituðu uppfærsluna. Þar á meðal séu stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þessum kerfum hafi rússneskir tölvuþrjótar stjórnað í marga mánuði og á þeim tíma hafi þeir tryggt stöðu sína innan þeirra. Nánast ómögulegt sé að finna þá og fjarlægja úr tölvukerfunum. „Það mun taka mörg ár að vita með vissu hvaða tölvukerfi Rússar stjórna og hvaða kerfum þeir hafa aðgang að,“ skrifar Bossert. Hann segir að Rússar geti í raun breytt og eytt gögnum eins og þeim sýnist í þeim kerfum sem þeir stjórni. Jafnvel búið til manneskjur á pappír og notað gögn, raunveruleg eða tilbúin, erfitt gæti verið að gera greinarmun þar á milli, til áróðursherferða á heimsvísu. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Um einstaklega vandaða árás væri að ræða sem ógnaði nú grunninnviðum og að mjög erfitt yrði að greina umfang hennar og sömuleiðis að stöðva hana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði stofnunin ekki um hvaða stofnanir eða fyrirtæki um er að ræða. Einn heimildarmaður AP sagði útlit fyrir að þetta væri versta tölvuárás í sögu Bandaríkjanna og tölvuþrjótarnir hefðu „komist inn í allt“. Gert sé ráð fyrir því að tölvukerfi flestra, ef ekki allra, opinbera stofnanna séu óörugg. Árásin er sögð hafa byrjað í mars. Miðað við þær fregnir sem hafa borist brutu tölvuþrjótar sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins SolarWinds, sem selur fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa. Þrjótarnir eru meðal annars sagðir hafa smitað uppfærslur frá fyrirtækinu svo þeir öðluðust aðgang að, og jafnvel stjórn á, tölvukerfum þar sem uppfærslurnar voru notaðar. Politico sagði frá því í kvöld að starfsmenn tveggja stofnana sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að tölvuþrjótar hafi aðgang að tölvukerfum þeirra. Netöryggissérfræðingar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við segja útlit fyrir að tölvuþrjótarnir hafi hingað til eingöngu verið að safna upplýsingum. Þeir fari þó mögulega með stjórn tölvukerfa stofnanna, eins og áður hefur komið fram, og geti í rauninni valdið þar gífurlegum skaða. Þingmenn hafa sagt að þeir óttist að tölvuþrjótarnir hafi meðal annars komist inn í tölvukerfi Skattstofnunar Bandaríkjanna og náð gífurlegum upplýsingum um persónuhag Bandaríkjamanna. Enn sem komið er hafa spjótin vestanhafs beinst að rússneskum tölvuþrjótum sem taldir eru vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt heimildum AP hefur það þó ekki verið staðfest enn. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sem var gagnrýndur fyrir að hætta að vera með sérstakan netöryggisráðgjafa í Hvíta húsinu, hefur ekki enn tjáð sig um árásina. Thomas Bossert, fyrrverandi ráðgjafi heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times þar sem hann sagði að gera ætti ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi stjórni nú öllum þeim tölvukerfum sem tölvuþrjótarnir hafi ráðist á. Hann vísar í gögn frá SolarWinds um að allt að 18 þúsund stofnanir og fyrirtæki hafi sótt smituðu uppfærsluna. Þar á meðal séu stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þessum kerfum hafi rússneskir tölvuþrjótar stjórnað í marga mánuði og á þeim tíma hafi þeir tryggt stöðu sína innan þeirra. Nánast ómögulegt sé að finna þá og fjarlægja úr tölvukerfunum. „Það mun taka mörg ár að vita með vissu hvaða tölvukerfi Rússar stjórna og hvaða kerfum þeir hafa aðgang að,“ skrifar Bossert. Hann segir að Rússar geti í raun breytt og eytt gögnum eins og þeim sýnist í þeim kerfum sem þeir stjórni. Jafnvel búið til manneskjur á pappír og notað gögn, raunveruleg eða tilbúin, erfitt gæti verið að gera greinarmun þar á milli, til áróðursherferða á heimsvísu.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira