Lenda alltaf undir á útivelli en vinna samt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:30 Þessir tveir sáu til þess að Man United vann sinn tíunda útileik í röð i ensku úrvalsdeildinni í gær. EPA-EFE/Laurence Griffiths Sigur Manchester United á Sheffield United í gærkvöld var tíundi sigur liðsins á útivelli í röð í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu tímabili hefur liðið alltaf lent undir á útivelli en samt tekist að knýja fram sigur. Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56
Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31
Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00
Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45