Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 23:23 Drengirnir hafa verið í haldi vígamanna Boko Haram í tæpa viku. Getty/Olukayode Jaiyeola Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. Talsmaður ríkisstjórnar Katsina greindi frá því í dag að 344 drengir hafi snúið aftur til síns heima og eru þeir allir hraustir. Ekki er vitað hvernig drengirnir sluppu. Yfirvöld segja að öllum drengjunum, sem voru teknir, hafi verið sleppt en aðrar frásagnir benda til þess að einhverjir séu enn í haldi ræningja sinna. Hópur árásarmanna, sem vopnaðir voru AK-47 hríðskotarifflum, réðst á heimavistarskólann á föstudaginn í síðustu viku og numu þeir meira en þrjú hundruð drengi á brott. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram tók í vikunni ábyrgð á árásinni og birtu samtökin myndband sem sýndi einhverja drengina. Yfirvöld sögðu í vikunni að 320 drengja væri saknað en heimamenn og foreldrar drengjanna sögðu að þeir væru töluvert fleiri. Því er ekki víst hvort einhverjir séu enn í haldi eða hvort þeir hafi allir verið frelsaðir. Fréttastofa Reuters hafði eftir Aminu Bello Masari, ríkisstjóra Katsina, að flestir drengjanna væru komnir í öruggt skjól en enn væru einhverjir enn í haldi árásarmannanna. Þá hafði fréttastofa AFP einnig eftir heimildarmanni að einhverjir drengjanna væru enn í haldi. Abdul Labaran, talsmaður yfirvalda í Katsina, sagði í yfirlýsingu í dag að enginn drengjanna hafi dáið í haldi árásarmannanna. Það fer þvert gegn því sem kom fram í myndbandinu sem Boko Haram sendi frá sér, þar sem einn drengjanna sagði að nokkrir samnemendur hans hafi verið drepnir í árás nígerska flughersins. Nígería Tengdar fréttir Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnar Katsina greindi frá því í dag að 344 drengir hafi snúið aftur til síns heima og eru þeir allir hraustir. Ekki er vitað hvernig drengirnir sluppu. Yfirvöld segja að öllum drengjunum, sem voru teknir, hafi verið sleppt en aðrar frásagnir benda til þess að einhverjir séu enn í haldi ræningja sinna. Hópur árásarmanna, sem vopnaðir voru AK-47 hríðskotarifflum, réðst á heimavistarskólann á föstudaginn í síðustu viku og numu þeir meira en þrjú hundruð drengi á brott. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram tók í vikunni ábyrgð á árásinni og birtu samtökin myndband sem sýndi einhverja drengina. Yfirvöld sögðu í vikunni að 320 drengja væri saknað en heimamenn og foreldrar drengjanna sögðu að þeir væru töluvert fleiri. Því er ekki víst hvort einhverjir séu enn í haldi eða hvort þeir hafi allir verið frelsaðir. Fréttastofa Reuters hafði eftir Aminu Bello Masari, ríkisstjóra Katsina, að flestir drengjanna væru komnir í öruggt skjól en enn væru einhverjir enn í haldi árásarmannanna. Þá hafði fréttastofa AFP einnig eftir heimildarmanni að einhverjir drengjanna væru enn í haldi. Abdul Labaran, talsmaður yfirvalda í Katsina, sagði í yfirlýsingu í dag að enginn drengjanna hafi dáið í haldi árásarmannanna. Það fer þvert gegn því sem kom fram í myndbandinu sem Boko Haram sendi frá sér, þar sem einn drengjanna sagði að nokkrir samnemendur hans hafi verið drepnir í árás nígerska flughersins.
Nígería Tengdar fréttir Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48