Íslenski boltinn

Framkonur mættu með fullan poka af jólagjöfum á Barnaspítala Hringsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framkomur sýndu frábært fordæmi fyrir þessi jól.
Framkomur sýndu frábært fordæmi fyrir þessi jól. Fram

Meistaraflokkur kvenna í fótbolta í Fram safnaði fyrir jólagjöfum til að gefa krökkunum á Barnaspítala Hringsins.

Framkonur sýndu frábært fordæmi á dögunum en „þær vildu sýna að lífið er ekki bara fótbolti og að á þessum erfiðu tímum sem við höfum gengið í gegnum þetta árið skiptir máli að standa saman, hjálpast að og reyna að gera heiminn örlítið betri,“ eins og segir á heimasíðu Fram.

Leikmenn liðsins tóku sig saman og söfnuðu pening fyrir leikföngum sem fulltrúar liðsins, ásamt þjálfara, afhentu Barnaspítala Hringsins í dag, fimmtudaginn 17. desember.

Barnaspítalinn tók fagnandi á móti gjöfinni og liðið fékk í staðinn viðurkenningarskjal sem er að mörgu leyti betri en nokkur bikar.

Framliðið spilaði í 2. deild kvenna í sumar og endaði þar í sjöunda sæti.

Posted by Knattspyrnufélagið FRAM on Fimmtudagur, 17. desember 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×