Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 11:31 María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira