Samkynja pörum í Ungverjalandi bannað að ættleiða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 23:20 Samkynja pör munu eftir daginn í dag ekki geta ættleitt börn í Ungverjalandi. Getty/Michele Amoruso/Varuth Pongsapipatt Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynja pörum að ættleiða börn. Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra lagði frumvarpið fram og felur það í sér að aðeins gagnkynja hjón geti ættleitt pör, en einhverjar undantekningar eru gerðar fyrir einhleypa ættingja barna. Samkynja hjónabönd eru bönnuð í Ungverjalandi en samkynja pör hafa hingað til getað ættleitt börn, ef aðeins annað foreldrið hefur sótt um ættleiðingu. Orban hefur komið róttækum breytingum á stjórnarskrá Ungverjalands í gegn frá því að hann tók við embætti árið 2010. Til dæmis var stjórnarskrárbreyting samþykkt á þinginu í dag sem felur í sér skilgreiningu á fjölskyldunni. Fjölskyldan byggist á hjónabandi og sambandi foreldris og barns. Móðirin er kona og faðirinn karlmaður samkvæmt breytingunni. Nú munu samkynja pör því ekki geta ættleitt börn, jafnvel þó svo að annað þeirra sæki um sem „einhleypur einstaklingur.“ „Meginreglan er sú að aðeins hjón geta ættleitt barn, það er, karl og kona sem eru gift,“ sagði Judit Varga, dómsmálaráðherra í dag. Einhleypir munu því þurfa að fá sérstaka undanþágu, sem veitt er af yfirvöldum, til þess að geta ættleitt börn. Þá segir einnig í stjórnarskránni að foreldrar þurfi að ala börn sín upp með „íhaldssöm sjónarmið að leiðarljósi.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Ungversk yfirvöld vega að réttindum hinsegin fólks en í maí síðastliðnum samþykkti þingið lög sem banna trans fólki að breyta kyni sínu á opinberum skjölum. Kynið á skjölunum þurfi að samsvara kyninu sem því var úthlutað við fæðingu. Hinsegin Málefni transfólks Ungverjaland Tengdar fréttir Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Samkynja hjónabönd eru bönnuð í Ungverjalandi en samkynja pör hafa hingað til getað ættleitt börn, ef aðeins annað foreldrið hefur sótt um ættleiðingu. Orban hefur komið róttækum breytingum á stjórnarskrá Ungverjalands í gegn frá því að hann tók við embætti árið 2010. Til dæmis var stjórnarskrárbreyting samþykkt á þinginu í dag sem felur í sér skilgreiningu á fjölskyldunni. Fjölskyldan byggist á hjónabandi og sambandi foreldris og barns. Móðirin er kona og faðirinn karlmaður samkvæmt breytingunni. Nú munu samkynja pör því ekki geta ættleitt börn, jafnvel þó svo að annað þeirra sæki um sem „einhleypur einstaklingur.“ „Meginreglan er sú að aðeins hjón geta ættleitt barn, það er, karl og kona sem eru gift,“ sagði Judit Varga, dómsmálaráðherra í dag. Einhleypir munu því þurfa að fá sérstaka undanþágu, sem veitt er af yfirvöldum, til þess að geta ættleitt börn. Þá segir einnig í stjórnarskránni að foreldrar þurfi að ala börn sín upp með „íhaldssöm sjónarmið að leiðarljósi.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Ungversk yfirvöld vega að réttindum hinsegin fólks en í maí síðastliðnum samþykkti þingið lög sem banna trans fólki að breyta kyni sínu á opinberum skjölum. Kynið á skjölunum þurfi að samsvara kyninu sem því var úthlutað við fæðingu.
Hinsegin Málefni transfólks Ungverjaland Tengdar fréttir Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18
Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52