Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 10:41 Biden sagði í gær tíma til kominn að horfa fram á við en á Twitter mátti enn sjá Trump slá frá sér í biturð. epa/Jim Lo Scalzo Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent