Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 22:51 Ungverskir læknar við störf á gjörgæsludeild fyrir Covid-19 sjúklinga. epa/Zoltan Balogh Vísindamenn telja mögulegt að „ringluð“ mótefni í líkamanum kunni að skýra hvers vegna sumir sem hafa læknast af Covid-19 þjást enn af ýmsum óútskýrðum aukaverkunum. „Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
„Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira