Erlent

I­vanka Trump sögð í­huga feril í stjórn­málum

Sylvía Hall skrifar
Ivanka Trump.
Ivanka Trump. Getty/Al Drago

Ivanka Trump, dóttir fráfarandi Bandaríkjaforseta, og eiginmaður hennar Jared Kushner eru nú að festa kaup á eign í Flórída-ríki samkvæmt heimildarmanni CNN. Er ástæðan meðal annars sögð vera bollaleggingar Ivönku um mögulegan feril í stjórnmál.

Hjónin hafa starfað náið með Donald Trump í forsetatíð hans sem ráðgjafar. Þau eiga þrjú ung börn saman og eru sögð vilja flytja suður til Flórída með það í huga að tryggja öryggi sitt betur, en eignin er við Biscayne-flóa, sem er eitt eftirsóttasta hverfið nærri Miami Beach. CNN hafði áður greint frá því að ólíklegt væri að hjónin ættu afturkvæmt til New York þar sem þau bjuggu áður.

Heimildarmaður CNN segir ekki vera vafamál að Ivanka eigi sér drauma um feril í stjórnmálum. Hún eigi þó enn eftir að ákveða hvert stefnan er sett en fyrsta skrefið sé að flytja til Flórída-ríkis.

Sjálf hefur Ivanka ekki útilokað möguleikann að bjóða sig fram til stjórnmálastarfa en Adam C. Smith, viðmælandi CNN og fyrrum blaðamaður, segir ljóst að hún muni setja markið hátt.

„Það skilur eftir öldungadeildina sem möguleika,“ segir Smith. Vilji hún bjóða sig fram sem ríkisstjóra þyrfti hún þó að bíða í sjö ár, sem er lágmarksbúsetu tími í ríkinu fyrir frambjóðanda.


Tengdar fréttir

Skýrsla tekin af I­vönku Trump vegna fjár­mála­mis­ferlis­máls

Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017.

Rann­saka meintar mútu­greiðslur í skiptum fyrir náðanir

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.