Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 11:01 Ivanka Trump (t.h.) með eiginmanni sínum Jared Kushner. Dómsmálaráðherra Washington-borgar stefndi henni, stjúpmóður hennar Melaniu og Thomas Barrack, nánum vini föður hennar, um gögn vegna fjárútláta embættistökunefndarinnar árið 2017. AP/Patrick Semansky Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. Innsetningarnefnd Trump sem skipulagði hátíðarhöld í kringum embættistöku Trump í Washington-borg 20. janúar árið 2017 safnaði meira fé en nokkur slík nefnd í sögunni. Dómsmálaráðherrann í borginni heldur því fram að nefndin hafi misfarið með fjármunina sem bakhjarlar Trump létu af hendi rakna. Slíkar nefndir eru reknar sem sjálfseignarstofnanir. Karl Racine, dómsmálaráðherrann, telur að meira en ein milljón dollara, jafnvirði meira en 125 milljóna íslenskra króna, sem nefndin greiddi Trump-hótelinu í Washington-borg fyrir leigu á veislusal hafi verið hluti af áætlun um að „ofgreiða stórlega“ til að fóðra vasa fjölskyldu forsetans, að sögn AP-fréttastofunnar. Nefndarmenn eiga að hafa átt í samráði við stjórnendur hótelsins og Trump-fjölskylduna um þetta. „Lög svæðisins kveða á um að félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni skuli nota fjármuni sína í opinber markmið sín, ekki til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hagnist á þeim. Í þessu máli sækjumst við eftir því að endurheimta fjármuni sjálfseignastofnunarinnar sem var veitt á óeðlilegan hátt til fyrirtækja Trump-fjölskyldunnar,“ segir Racine sem er demókrati. Segist hafa látið rukka „sanngjarnt markaðsverð“ Alan Garten, lögmaður Ivönku Trump, fullyrðir að eina aðkoma hennar að málinu hafi verið að hafa milligöngu um samskipti á milli málsaðilanna og að skipa hótelinu að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ fyrir þjónustu sína. Trump segist sjálf hafa varið meira en fimm klukkustundum í að gefa skýrslu þar sem hún var spurð út í verðskrá Trump-hótelsins í kringum embættisinnsetninguna. „Ég deildi með þeim tölvupósti frá því fyrir fjórum árum þar sem ég sendi hótelinu fyrirmæli um að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ sem hótelið svo gerði. Þessi „rannsókn“ er önnur birtingarmynd pólitískrar hefnigirni og sóun á fjármunum skattgreiðenda,“ tísti forsetadóttirin. pic.twitter.com/DERU9YJLcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) December 3, 2020 Áður hefur komið fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki hvort að Trump-fyrirtækið hafi notað ráðgjafargreiðslur til Ivönku Trump til þess að lækka skattbyrði sína á ólögmætan hátt. Hún hefur einnig afskrifað þá rannsókn sem pólitíska atlögu að sér. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Innsetningarnefnd Trump sem skipulagði hátíðarhöld í kringum embættistöku Trump í Washington-borg 20. janúar árið 2017 safnaði meira fé en nokkur slík nefnd í sögunni. Dómsmálaráðherrann í borginni heldur því fram að nefndin hafi misfarið með fjármunina sem bakhjarlar Trump létu af hendi rakna. Slíkar nefndir eru reknar sem sjálfseignarstofnanir. Karl Racine, dómsmálaráðherrann, telur að meira en ein milljón dollara, jafnvirði meira en 125 milljóna íslenskra króna, sem nefndin greiddi Trump-hótelinu í Washington-borg fyrir leigu á veislusal hafi verið hluti af áætlun um að „ofgreiða stórlega“ til að fóðra vasa fjölskyldu forsetans, að sögn AP-fréttastofunnar. Nefndarmenn eiga að hafa átt í samráði við stjórnendur hótelsins og Trump-fjölskylduna um þetta. „Lög svæðisins kveða á um að félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni skuli nota fjármuni sína í opinber markmið sín, ekki til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hagnist á þeim. Í þessu máli sækjumst við eftir því að endurheimta fjármuni sjálfseignastofnunarinnar sem var veitt á óeðlilegan hátt til fyrirtækja Trump-fjölskyldunnar,“ segir Racine sem er demókrati. Segist hafa látið rukka „sanngjarnt markaðsverð“ Alan Garten, lögmaður Ivönku Trump, fullyrðir að eina aðkoma hennar að málinu hafi verið að hafa milligöngu um samskipti á milli málsaðilanna og að skipa hótelinu að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ fyrir þjónustu sína. Trump segist sjálf hafa varið meira en fimm klukkustundum í að gefa skýrslu þar sem hún var spurð út í verðskrá Trump-hótelsins í kringum embættisinnsetninguna. „Ég deildi með þeim tölvupósti frá því fyrir fjórum árum þar sem ég sendi hótelinu fyrirmæli um að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ sem hótelið svo gerði. Þessi „rannsókn“ er önnur birtingarmynd pólitískrar hefnigirni og sóun á fjármunum skattgreiðenda,“ tísti forsetadóttirin. pic.twitter.com/DERU9YJLcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) December 3, 2020 Áður hefur komið fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki hvort að Trump-fyrirtækið hafi notað ráðgjafargreiðslur til Ivönku Trump til þess að lækka skattbyrði sína á ólögmætan hátt. Hún hefur einnig afskrifað þá rannsókn sem pólitíska atlögu að sér.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21