Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:23 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. „Það verður bara að halda þetta út. Við þurfum að ná smitstuðlinum þarna undir í svolítinn tíma. Við höfum alveg skriðið áður rétt undir og svo bara rýkur þetta upp aftur. Þetta er engin ávísun á að það sé allt í góðu. En þetta gengur alveg vel, það má ekki gleyma því,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna spálíkans HÍ um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Smitstuðull segir til um hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ef stuðullinn er lengi yfir einum er hætta á að faraldurinn fari í veldisvöxt. Aðeins órólegur Sjö greindust með veiruna í gær og voru öll í sóttkví. Fá sýni voru tekin eins og er iðulega um helgar; 42 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 395 í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, að því er fram kemur á Covid.is. „Annars finnst mér þetta svolítið hátt fyrir sunnudag, ég var aðeins órólegur en að þeir hafi allir verið í sóttkví var á móti jákvætt. Þetta er eins og við höfum oft talað um, dálítið krítískt,“ segir Thor. Fréttir hafa borist af miklu skemmtanahaldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt, með tilheyrandi hópamyndunum. Thor segir erfitt að áætla hvort það hafi áhrif á þróunina næstu daga og vikur. „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Við höfum lent í þessu áður, þegar okkur fer að lítast á blikuna þá aðeins losnar um, kemur kannski smá bakslag. En ég veit það ekki, við verðum að sjá til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Það verður bara að halda þetta út. Við þurfum að ná smitstuðlinum þarna undir í svolítinn tíma. Við höfum alveg skriðið áður rétt undir og svo bara rýkur þetta upp aftur. Þetta er engin ávísun á að það sé allt í góðu. En þetta gengur alveg vel, það má ekki gleyma því,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna spálíkans HÍ um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Smitstuðull segir til um hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ef stuðullinn er lengi yfir einum er hætta á að faraldurinn fari í veldisvöxt. Aðeins órólegur Sjö greindust með veiruna í gær og voru öll í sóttkví. Fá sýni voru tekin eins og er iðulega um helgar; 42 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 395 í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, að því er fram kemur á Covid.is. „Annars finnst mér þetta svolítið hátt fyrir sunnudag, ég var aðeins órólegur en að þeir hafi allir verið í sóttkví var á móti jákvætt. Þetta er eins og við höfum oft talað um, dálítið krítískt,“ segir Thor. Fréttir hafa borist af miklu skemmtanahaldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt, með tilheyrandi hópamyndunum. Thor segir erfitt að áætla hvort það hafi áhrif á þróunina næstu daga og vikur. „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Við höfum lent í þessu áður, þegar okkur fer að lítast á blikuna þá aðeins losnar um, kemur kannski smá bakslag. En ég veit það ekki, við verðum að sjá til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59
Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21