Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:23 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. „Það verður bara að halda þetta út. Við þurfum að ná smitstuðlinum þarna undir í svolítinn tíma. Við höfum alveg skriðið áður rétt undir og svo bara rýkur þetta upp aftur. Þetta er engin ávísun á að það sé allt í góðu. En þetta gengur alveg vel, það má ekki gleyma því,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna spálíkans HÍ um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Smitstuðull segir til um hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ef stuðullinn er lengi yfir einum er hætta á að faraldurinn fari í veldisvöxt. Aðeins órólegur Sjö greindust með veiruna í gær og voru öll í sóttkví. Fá sýni voru tekin eins og er iðulega um helgar; 42 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 395 í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, að því er fram kemur á Covid.is. „Annars finnst mér þetta svolítið hátt fyrir sunnudag, ég var aðeins órólegur en að þeir hafi allir verið í sóttkví var á móti jákvætt. Þetta er eins og við höfum oft talað um, dálítið krítískt,“ segir Thor. Fréttir hafa borist af miklu skemmtanahaldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt, með tilheyrandi hópamyndunum. Thor segir erfitt að áætla hvort það hafi áhrif á þróunina næstu daga og vikur. „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Við höfum lent í þessu áður, þegar okkur fer að lítast á blikuna þá aðeins losnar um, kemur kannski smá bakslag. En ég veit það ekki, við verðum að sjá til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Það verður bara að halda þetta út. Við þurfum að ná smitstuðlinum þarna undir í svolítinn tíma. Við höfum alveg skriðið áður rétt undir og svo bara rýkur þetta upp aftur. Þetta er engin ávísun á að það sé allt í góðu. En þetta gengur alveg vel, það má ekki gleyma því,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna spálíkans HÍ um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Smitstuðull segir til um hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ef stuðullinn er lengi yfir einum er hætta á að faraldurinn fari í veldisvöxt. Aðeins órólegur Sjö greindust með veiruna í gær og voru öll í sóttkví. Fá sýni voru tekin eins og er iðulega um helgar; 42 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 395 í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, að því er fram kemur á Covid.is. „Annars finnst mér þetta svolítið hátt fyrir sunnudag, ég var aðeins órólegur en að þeir hafi allir verið í sóttkví var á móti jákvætt. Þetta er eins og við höfum oft talað um, dálítið krítískt,“ segir Thor. Fréttir hafa borist af miklu skemmtanahaldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt, með tilheyrandi hópamyndunum. Thor segir erfitt að áætla hvort það hafi áhrif á þróunina næstu daga og vikur. „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Við höfum lent í þessu áður, þegar okkur fer að lítast á blikuna þá aðeins losnar um, kemur kannski smá bakslag. En ég veit það ekki, við verðum að sjá til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59
Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21