Erlent

Ó­eirðir og of­beldi eftir mót­mæla­göngu Trump-stuðnings­manna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Meðlimir í Proud Boys á mótmælunum í gær.
Meðlimir í Proud Boys á mótmælunum í gær. EPA-EFE/GAMAL DIAB

Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár.

Fram kemur í frétt Guardian að mótmæli stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi farið friðsamlega fram. Að þeim loknum kom til átaka milli öfgahægrimanna úr samtökunum Proud Boys og andstæðingar þeirra úr Antifa-hreyfingunni. 

Þeir fyrrnefndu eru sagðir hafa brennt fána merkta Black Lives Matter-hreyfingunni og borið merki hvítra þjóðernissina. Lögregla beitti piparúða á fylkingarnar en átökin spruttu þó ítrekað upp aftur.

Mótmæli vegna úrslita forsetakosninganna fóru einnig fram í Georgíu, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin, Nevada og Arizona. Nú um helgina vísaði Hæstiréttur Bandaríkjanna frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum þessara ríkja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×