Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2020 14:11 Frá aðallestarstöðinni í Stokkhólmi. Alls hafa nú rúmlega sjö þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Getty Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. Björn Eriksson, forstjóri heilbrigðisþjónustunnar í Region Stockholm, hefur biðlað til yfirvalda um að fá aukinn mannafla til að hægt sé að sinna öllum þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Alls séu 83 nú á gjörgæslu vegna Covid-19 í Stokkhólmi. Greint var frá því í morgun að dauðsföllum vegna Covid-19 í Svíþjóð hafi fjölgað um 96 síðan í gær. Alls hafi því 7.296 látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Smituðum hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund síðan í gær og hafa því alls um 305 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð frá upphafi. Alls er nú 261 á gjörgæslu í landinu vegna Covid-19. Gagnrýndi íbúa Stokkhólms harðlega Eriksson gagnrýndi íbúa í Stokkhólmi harðlega á fréttamannafundi í dag og sagði marga ekki taka ástandið nógu alvarlega. „Við höfum verið í mannmergð og verið í samskiptum við of marga utan heimilis. Þetta gengur upp núna þar sem heilbrigðisstarfsfólk skilar enn á ný stórkostlegu vinnuframlagi. En þetta gengur ekki til lengdar,“ sagði Eriksson. „Nú er komið nóg. Það getur ekki verið þess virði – að hafa alla þessa hittinga eftir vinnu og fara milli verslana í jólagjafainnkaupum eða hitta fólk í aðventukaffi. Afleiðingarnar verða skelfilegar,“ sagði Eriksson. Hann segir ekkert lát vera á fjölgun smittilfella í borginni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Björn Eriksson, forstjóri heilbrigðisþjónustunnar í Region Stockholm, hefur biðlað til yfirvalda um að fá aukinn mannafla til að hægt sé að sinna öllum þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Alls séu 83 nú á gjörgæslu vegna Covid-19 í Stokkhólmi. Greint var frá því í morgun að dauðsföllum vegna Covid-19 í Svíþjóð hafi fjölgað um 96 síðan í gær. Alls hafi því 7.296 látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Smituðum hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund síðan í gær og hafa því alls um 305 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð frá upphafi. Alls er nú 261 á gjörgæslu í landinu vegna Covid-19. Gagnrýndi íbúa Stokkhólms harðlega Eriksson gagnrýndi íbúa í Stokkhólmi harðlega á fréttamannafundi í dag og sagði marga ekki taka ástandið nógu alvarlega. „Við höfum verið í mannmergð og verið í samskiptum við of marga utan heimilis. Þetta gengur upp núna þar sem heilbrigðisstarfsfólk skilar enn á ný stórkostlegu vinnuframlagi. En þetta gengur ekki til lengdar,“ sagði Eriksson. „Nú er komið nóg. Það getur ekki verið þess virði – að hafa alla þessa hittinga eftir vinnu og fara milli verslana í jólagjafainnkaupum eða hitta fólk í aðventukaffi. Afleiðingarnar verða skelfilegar,“ sagði Eriksson. Hann segir ekkert lát vera á fjölgun smittilfella í borginni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36