Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:21 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir breytingarnar sem þingmenn sameinuðust allir um þýddu að greiðslur til öryrkja hækkuðu í samræmi við launahækkanir. Vísir/Vilhelm Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20