Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:20 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12
Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06