Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2020 08:18 Maduro forseti greiðir atkvæði í þingkosningunum í gær. Stjórnarandstaðan sakar hann um að hafa rangt við. AP/Ariana Cubillos Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa. Venesúela Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa.
Venesúela Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira