Erlent

Örbylgjur orsaka veikindin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu.
Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Getty/Chip Somodevilla

Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu.

Þetta er niðurstaða skýrslu Vísindastofnunar Bandaríkjanna, The National Academy og Sciences, sem falið var að rannsaka málið.

Rúmlega 40 starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“.

Ýmsar mögulegar skýringar hafa þó komið fram, til að mynda sú að hljóðið kæmi frá skordýrum.

Veikindi starfsmannanna komu fyrst upp árið 2016 og urðu þau meðal annars til þess að samskipti Bandaríkjanna og Kúbu fóru versnandi, en yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu meðal annars Kúbverja um að standa að baki þessu undarlega máli.

Skýrslan segir þó ekkert til um það hver það sé sem beini örbylgjunum að sendiráðinu, sem staðsett er í Havana.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×