Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 15:24 Bandaríska sendiráðið í Havana. Löndin tvö tóku upp formlegt samband fyrir tveimur árum eftir fimmtíu ára óvild. Vísir/AFP Bandarísk stjórnvöld hafa rekið tvo kúbanska erindreka úr landi í kjölfar þess að starfsmenn í sendiráði þeirra í Havana veiktust við undarlegar kringumstæður. Sendiráðsstarfsmennirnir eru sagðir þjást af heyrnartapi.AP-fréttastofan segir frá því að heyrnartapið gæti tengst einhvers konar leynilegu tæki sem gefur frá sér hljóð sem mannleg heyrn greinir ekki en geta valdið heyrnarleysi. Haft er eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að rannsókn hafi leitt í ljós að slík tæki hafi verið notuð gegn sendiráðsmönnunum annað hvort inni á heimilum þeirra eða fyrir utan þau.Þriðja ríki gæti borið ábyrgðinaFimm starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Havana, þar á meðal makar, eru sagðir hafa orðið fyrir heyrnartapi, fyrst seint á síðasta ári. Rannsakendur útiloka ekki að útsendarar annars ríkis, til dæmis Rússlands, gætu staðið að baki atvikunum. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segist þó ekki hafa nein skýr svör um orsakir eða uppruna atvikanna á reiðum höndum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld á Kúbu segja brottrekstur erindreka sinna tilefnislausan en að þau séu að rannsaka málið. Lýsa þau sig reiðubúin að vinna með bandarískum stjórnvöldum að varpa ljósi á það. „Kúba hefur aldrei og myndi aldrei heimila að kúbanskt landsvæði væri notað undir nokkurs konar aðgerðir gegn opinberum erindrekum eða fjölskyldum þeirra,“ segir utanríkisráðuneyti Kúbu. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa rekið tvo kúbanska erindreka úr landi í kjölfar þess að starfsmenn í sendiráði þeirra í Havana veiktust við undarlegar kringumstæður. Sendiráðsstarfsmennirnir eru sagðir þjást af heyrnartapi.AP-fréttastofan segir frá því að heyrnartapið gæti tengst einhvers konar leynilegu tæki sem gefur frá sér hljóð sem mannleg heyrn greinir ekki en geta valdið heyrnarleysi. Haft er eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að rannsókn hafi leitt í ljós að slík tæki hafi verið notuð gegn sendiráðsmönnunum annað hvort inni á heimilum þeirra eða fyrir utan þau.Þriðja ríki gæti borið ábyrgðinaFimm starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Havana, þar á meðal makar, eru sagðir hafa orðið fyrir heyrnartapi, fyrst seint á síðasta ári. Rannsakendur útiloka ekki að útsendarar annars ríkis, til dæmis Rússlands, gætu staðið að baki atvikunum. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segist þó ekki hafa nein skýr svör um orsakir eða uppruna atvikanna á reiðum höndum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld á Kúbu segja brottrekstur erindreka sinna tilefnislausan en að þau séu að rannsaka málið. Lýsa þau sig reiðubúin að vinna með bandarískum stjórnvöldum að varpa ljósi á það. „Kúba hefur aldrei og myndi aldrei heimila að kúbanskt landsvæði væri notað undir nokkurs konar aðgerðir gegn opinberum erindrekum eða fjölskyldum þeirra,“ segir utanríkisráðuneyti Kúbu.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira