Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2020 08:15 Donald Trump á fjöldafundi í Georgíu-ríki Bandaríkjanna í nótt. AP/Evan Vucci Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira