Rússland hefur bólusetningar fyrir Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2020 09:57 Bólusetning fyrir Covid-19 er hafin í Rússlandi. Getty/Valery Sharifulin Bólusetningar fyrir Covid-19 eru hafnar í Rússlandi. Nú um helgina verður aðeins bólusett á heilsugæslustöðvum í Moskvu og verða þeir sem eru í mestri áhættu vegna veirunnar bólusettir fyrst. Rússar nota eigið bóluefni, Sputnik V, sem yfirvöld segja virka í 95% tilvika. Þá vilja þau meina að engar alvarlegar aukaverkanir fylgi notkun efnisins þrátt fyrir að prófanir á því fari enn fram. Þúsundir hafa þegar skráð sig á lista til að verða bólusettir nú um helgina en óljóst er hversu mikil framleiðslugeta Rússa er. Borgarstjóri Moskvu, Sergei Sobyanin, tilkynnti um bólusetninguna fyrr í vikunni og sagði hann að bólusetningin stæði fólki sem ynni í heilbrigðisþjónustu, kennslu, og félagsráðgjöf, til boða. Hægt væri að bjóða fleirum um á bólusetningu þegar búið væri að framleiða nógu marga skammta af lyfinu. Viðbrögð almennings við bóluefninu hafa verið misjöfn. Rétt eftir að bóluefnið var samþykkt til notkunar í ágúst sýndi niðurstaða könnunar sem meira en þrjú þúsund læknar tóku þátt í að meirihluti þeirra vildi ekki láta sprauta sig með efninu. Hingað til hafa rúmlega 2,4 milljónir Rússa smitast af kórónuveirunni og tæplega 43 þúsund látist af völdum hennar. Í gær greindust 28.782 smitaðir af veirunni, og er það metfjöldi smita á einum degi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er heilbrigðiskerfið að þrotum komið og sérstaklega í Moskvu, sem er hringamiðja faraldursins í Rússlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Rússland Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 „Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni. 19. nóvember 2020 16:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Rússar nota eigið bóluefni, Sputnik V, sem yfirvöld segja virka í 95% tilvika. Þá vilja þau meina að engar alvarlegar aukaverkanir fylgi notkun efnisins þrátt fyrir að prófanir á því fari enn fram. Þúsundir hafa þegar skráð sig á lista til að verða bólusettir nú um helgina en óljóst er hversu mikil framleiðslugeta Rússa er. Borgarstjóri Moskvu, Sergei Sobyanin, tilkynnti um bólusetninguna fyrr í vikunni og sagði hann að bólusetningin stæði fólki sem ynni í heilbrigðisþjónustu, kennslu, og félagsráðgjöf, til boða. Hægt væri að bjóða fleirum um á bólusetningu þegar búið væri að framleiða nógu marga skammta af lyfinu. Viðbrögð almennings við bóluefninu hafa verið misjöfn. Rétt eftir að bóluefnið var samþykkt til notkunar í ágúst sýndi niðurstaða könnunar sem meira en þrjú þúsund læknar tóku þátt í að meirihluti þeirra vildi ekki láta sprauta sig með efninu. Hingað til hafa rúmlega 2,4 milljónir Rússa smitast af kórónuveirunni og tæplega 43 þúsund látist af völdum hennar. Í gær greindust 28.782 smitaðir af veirunni, og er það metfjöldi smita á einum degi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er heilbrigðiskerfið að þrotum komið og sérstaklega í Moskvu, sem er hringamiðja faraldursins í Rússlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Rússland Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 „Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni. 19. nóvember 2020 16:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32
„Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni. 19. nóvember 2020 16:18