Rúnar Alex í marki Arsenal í fyrsta leiknum fyrir framan áhorfendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:30 Rúnar Alex Rúnarsson sést hér á blaðamannafundi Arsenal í gær. Getty/David Price Allar líkur eru á því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fá í kvöld sinn þriðja leik með aðalliði Arsenal og það verður líka mikill tímamótaleikur fyrir Lundúnafélagið í þessum kórónufaraldri. Arsenal verður nefnilega fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að fá aftur áhorfendur inn á leikvanginn sinn þegar liðið tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum á þeim svæðum sem hafa náð betri stjórn á kórónuveirufaraldrinum. London er ein af þeim borgum sem hafa fengið þetta græna ljós. FOOTBALL FANS ARE BACK Arsenal are the first Premier League side to welcome back supporters with up to 2,000 fans watching their Europa League tie with Rapid Vienna #AFC #ARSRAP #UEL pic.twitter.com/aLlf3YyNSz— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 3, 2020 Fyrstu áhorfendurnir komu á leiki í neðri deildunum í gærkvöldi og í kvöld verður Arsenal fyrsta liðið úr ensku úrvalsdeildinni síðan í mars til að fá fólk í stúkuna. Manchester er enn á lokuðu svæði vegna verri stöðu þar og því mátti Manchester United ekki fá áhorfendur á sinn leik í Meistaradeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson var sá leikmaður Arsenal sem mætti á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Rapid Vín og sú staðreynd í bland við góða frammistöðu hans í fyrstu leikjunum nánast gulltryggir það að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta ætli að tefla KR-ingnum fram í leiknum í kvöld. Rúnar Alex hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal en þeir voru báðir í Evrópudeildinni. Liðið vann þá 3-0 heimasigur á írska félaginu Dundalk og 3-0 útisigur á norska félaginu Molde. 51 af 104 félögum í úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna og ensku neðri deildunum mega nú taka á móti tvö þúsund manns á leiki sína. Þetta er náttúrulega ekki mikill fjöldi fyrir stóru liðin en samt stór tímamót. Öll ensku úrvalsdeildarliðin í suður Englandi sem og Liverpool og Everton mega taka á móti áhorfendum en alls eru það tíu lið í deildinni sem verða áfram í áhorfendabanni. Fyrsti leikurinn í sjálfri úrvalsdeildinni til að taka á móti áhorfendum verður leikur West Ham og Manchester United á Ólympíuleikvanginum í London á laugardaginn kemur. United spilar því þar fyrir framan áhorfendur þótt að félagið megi ekki fá áhorfendur inn á Old Trafford. Essential information on the ticketing process for our fixtures in the foreseeable future, starting with #ARSBUR — Arsenal (@Arsenal) December 2, 2020 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01 Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Arsenal verður nefnilega fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að fá aftur áhorfendur inn á leikvanginn sinn þegar liðið tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum á þeim svæðum sem hafa náð betri stjórn á kórónuveirufaraldrinum. London er ein af þeim borgum sem hafa fengið þetta græna ljós. FOOTBALL FANS ARE BACK Arsenal are the first Premier League side to welcome back supporters with up to 2,000 fans watching their Europa League tie with Rapid Vienna #AFC #ARSRAP #UEL pic.twitter.com/aLlf3YyNSz— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 3, 2020 Fyrstu áhorfendurnir komu á leiki í neðri deildunum í gærkvöldi og í kvöld verður Arsenal fyrsta liðið úr ensku úrvalsdeildinni síðan í mars til að fá fólk í stúkuna. Manchester er enn á lokuðu svæði vegna verri stöðu þar og því mátti Manchester United ekki fá áhorfendur á sinn leik í Meistaradeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson var sá leikmaður Arsenal sem mætti á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Rapid Vín og sú staðreynd í bland við góða frammistöðu hans í fyrstu leikjunum nánast gulltryggir það að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta ætli að tefla KR-ingnum fram í leiknum í kvöld. Rúnar Alex hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal en þeir voru báðir í Evrópudeildinni. Liðið vann þá 3-0 heimasigur á írska félaginu Dundalk og 3-0 útisigur á norska félaginu Molde. 51 af 104 félögum í úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna og ensku neðri deildunum mega nú taka á móti tvö þúsund manns á leiki sína. Þetta er náttúrulega ekki mikill fjöldi fyrir stóru liðin en samt stór tímamót. Öll ensku úrvalsdeildarliðin í suður Englandi sem og Liverpool og Everton mega taka á móti áhorfendum en alls eru það tíu lið í deildinni sem verða áfram í áhorfendabanni. Fyrsti leikurinn í sjálfri úrvalsdeildinni til að taka á móti áhorfendum verður leikur West Ham og Manchester United á Ólympíuleikvanginum í London á laugardaginn kemur. United spilar því þar fyrir framan áhorfendur þótt að félagið megi ekki fá áhorfendur inn á Old Trafford. Essential information on the ticketing process for our fixtures in the foreseeable future, starting with #ARSBUR — Arsenal (@Arsenal) December 2, 2020 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01 Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01
Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30
Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45