Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 23:33 Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi nýverið frá sér bókina A Promised Land en um er að ræða fyrra bindið af tveimur um árin í Hvíta húsinu. epa/Dennis Brack Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. Obama sagðist jafnvel myndu láta taka bólusetninguna upp og sjónvarpa henni til að sýna það traust sem hann ber til ráðlegginga vísindamanna. Ummælin lét forsetinn fyrrverandi falla í viðtali við The Joe Madison Show á Sirius XM en það var tekið upp í dag og verður birt á morgun. „Fólk eins og Anthony Fauci, sem ég þekki og hef unnið með; ég treysti því fullkomlega,“ sagði Obama. „Þannig að ef Anthony Fauci segir mér að bóluefnið sé öruggt og geti gert þig ónæman fyrir Covid, þá mun ég hiklaust þiggja bólusetningu.“ Let’s all do our part this Thanksgiving to keep people safe and healthy. Celebrate virtually, if you can. Wear a mask. And as always, listen to the experts. The choices you make could save lives.— Barack Obama (@BarackObama) November 25, 2020 Biðlar sérstaklega til svartra „Ég lofa þér því að þegar það verður aðgengilegt fólki sem er í minni áhættu þá mun ég láta bólusetja mig,“ hélt Obama áfram. „Ég gæti endað á því að fá bóluefnið í sjónvarpinu eða á því að láta taka bólusetninguna upp, til að sýna fólki að ég treysti þessum vísindum.“ Obama sagðist meðvitaður um efasemdir svartra gagnvart bóluefnunum, sérstaklega í ljósi sögu læknavísindanna vestanhafs og vísaði m.a. til þess þegar rannsakendur á vegum hins opinbera fylgdust með fátækum, svörtum mönnum í 40 ár án þess að upplýsa þá um að þeir væru með sárasótt. Hann hvatti svarta hins vegar til að þiggja bólusetningu ef sérfræðingar segðu bóluefnin örugg og minnti á að smit og dauðsföll af völdum Covid-19 væru tíðari meðal minnihlutahópa. Fleiri en 13 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með sjúkdóminn og 272 þúsund látist. Politico greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Barack Obama Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Obama sagðist jafnvel myndu láta taka bólusetninguna upp og sjónvarpa henni til að sýna það traust sem hann ber til ráðlegginga vísindamanna. Ummælin lét forsetinn fyrrverandi falla í viðtali við The Joe Madison Show á Sirius XM en það var tekið upp í dag og verður birt á morgun. „Fólk eins og Anthony Fauci, sem ég þekki og hef unnið með; ég treysti því fullkomlega,“ sagði Obama. „Þannig að ef Anthony Fauci segir mér að bóluefnið sé öruggt og geti gert þig ónæman fyrir Covid, þá mun ég hiklaust þiggja bólusetningu.“ Let’s all do our part this Thanksgiving to keep people safe and healthy. Celebrate virtually, if you can. Wear a mask. And as always, listen to the experts. The choices you make could save lives.— Barack Obama (@BarackObama) November 25, 2020 Biðlar sérstaklega til svartra „Ég lofa þér því að þegar það verður aðgengilegt fólki sem er í minni áhættu þá mun ég láta bólusetja mig,“ hélt Obama áfram. „Ég gæti endað á því að fá bóluefnið í sjónvarpinu eða á því að láta taka bólusetninguna upp, til að sýna fólki að ég treysti þessum vísindum.“ Obama sagðist meðvitaður um efasemdir svartra gagnvart bóluefnunum, sérstaklega í ljósi sögu læknavísindanna vestanhafs og vísaði m.a. til þess þegar rannsakendur á vegum hins opinbera fylgdust með fátækum, svörtum mönnum í 40 ár án þess að upplýsa þá um að þeir væru með sárasótt. Hann hvatti svarta hins vegar til að þiggja bólusetningu ef sérfræðingar segðu bóluefnin örugg og minnti á að smit og dauðsföll af völdum Covid-19 væru tíðari meðal minnihlutahópa. Fleiri en 13 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með sjúkdóminn og 272 þúsund látist. Politico greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Barack Obama Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira