Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 12:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það geti reynst mjög erfitt að ætla að bjóða fólki upp á val þegar kemur að því hvaða bóluefni gegn Covid-19 það fær. Vísir/Vilhelm Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira