Arecibo-útvarpssjónaukinn hruninn Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2020 16:31 Gervihnattarmynd af Arecibo-útvarpssjónaukanum 17. nóvember. Móttökutækið sést hanga yfir miðju disksins. Það hrundi endanlega í dag. Vísir/AP Móttökutæki Arecibo-útvarpssjónaukans á Púertó Ríkó hrundi meira en 120 metra niður á endurvarpsdisk hans í dag. Nýlega var ákveðið að taka sjónaukann úr notkun vegna skemmda sem höfðu orðið á honum. Arecibo-útvarpssjónaukinn var stærsti útvarpssjónauki heims með 305 metra breiðan endurvarpsdisk um áratugaskeið. Mikilvægar uppgötvanir í stjörnufræði voru gerðar með sjónaukanum, þar á meðal á svonefndum tifstjörnum sem leiddi til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði. Engan sakaði þegar móttökutækið hrundi. Vísindasjóður Bandaríkjanna, sem hefur rekið sjónaukann, sagði á Twitter að unnið væri að því að meta ástand sjónaukans. The instrument platform of the 305m telescope at Arecibo Observatory in Puerto Rico fell overnight. No injuries were reported. NSF is working with stakeholders to assess the situation. Our top priority is maintaining safety. NSF will release more details when they are confirmed. pic.twitter.com/Xjbb9hPUgD— National Science Foundation (@NSF) December 1, 2020 Burðarkaplar sjónaukans urðu fyrir skemmdum í röð fellibylja og jarðskjálfta sem hafa dunið á Púertó Ríkó undanfarin ár. Einn þeirra slitnaði í ágúst og myndaðist þá þrjátíu metra breitt gat í diskinn. Annar og mikilvægari kapall brást snemma í nóvember. Skömmu síðar var tekin ákvörðun um að taka sjónaukann varanlega úr notkun. Vísindamenn sem nýttu sér sjónaukann harma endalok hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Carmen Pantoja, stjörnufræðingur og prófessor við Háskólann á Púertó Ríkó, segir mikinn missi í sjónaukanum. „Þetta var kafli í lífi mínu,“ segir Pantoja sem gerði athuganir fyrir doktorsverkefni sitt með sjónaukanum. Abel Méndez, prófessor í stjörnulíffræði við sama háskóla, tekur í svipaðan streng. „Heimurinn tapar án sjónaukans en Púertó Ríkó tapar enn meiru,“ segir hann. Vísindi Tækni Geimurinn Púertó Ríkó Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn var stærsti útvarpssjónauki heims með 305 metra breiðan endurvarpsdisk um áratugaskeið. Mikilvægar uppgötvanir í stjörnufræði voru gerðar með sjónaukanum, þar á meðal á svonefndum tifstjörnum sem leiddi til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði. Engan sakaði þegar móttökutækið hrundi. Vísindasjóður Bandaríkjanna, sem hefur rekið sjónaukann, sagði á Twitter að unnið væri að því að meta ástand sjónaukans. The instrument platform of the 305m telescope at Arecibo Observatory in Puerto Rico fell overnight. No injuries were reported. NSF is working with stakeholders to assess the situation. Our top priority is maintaining safety. NSF will release more details when they are confirmed. pic.twitter.com/Xjbb9hPUgD— National Science Foundation (@NSF) December 1, 2020 Burðarkaplar sjónaukans urðu fyrir skemmdum í röð fellibylja og jarðskjálfta sem hafa dunið á Púertó Ríkó undanfarin ár. Einn þeirra slitnaði í ágúst og myndaðist þá þrjátíu metra breitt gat í diskinn. Annar og mikilvægari kapall brást snemma í nóvember. Skömmu síðar var tekin ákvörðun um að taka sjónaukann varanlega úr notkun. Vísindamenn sem nýttu sér sjónaukann harma endalok hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Carmen Pantoja, stjörnufræðingur og prófessor við Háskólann á Púertó Ríkó, segir mikinn missi í sjónaukanum. „Þetta var kafli í lífi mínu,“ segir Pantoja sem gerði athuganir fyrir doktorsverkefni sitt með sjónaukanum. Abel Méndez, prófessor í stjörnulíffræði við sama háskóla, tekur í svipaðan streng. „Heimurinn tapar án sjónaukans en Púertó Ríkó tapar enn meiru,“ segir hann.
Vísindi Tækni Geimurinn Púertó Ríkó Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira