Memphis nefnir eigendur Man United í nýju rapplagi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 16:01 Memphis í leik gegn Póllandi í síðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Laurens Lindhout/Getty Images Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay, fyrrum leikmaður Manchester United, nefnir Glazer-fjölskylduna, eigendur félagsins, í rapplagi á plötu er hann gaf út nýverið. Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay lætur það ekki duga að vera einn af máttarstólpum Lyon í frönsku úrvalsdeildinni sem og hollenska landsliðinu. Hann er einnig tónlistarmaður og gaf út plötuna Heavy Stepper á þessu ári. Hinn 26 ára gamli Memphis nefnir Glazer fjölskylduna í laginu Big Fish eða einfaldlega ´Stór Fiskur´ á okkar ástkæra ylhýra. Fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd af stuðningsfólki Man United sem og fyrrum leikmönnum,fyrir að hugsa ekki um annað en að fylla eigin vasa. Memphis lék með félaginu frá 2015 til 2017. Var honum spáð frægð og frama en náði aldrei almennilegri fótfestu í enska boltanum. Big Fish, sem er með 22 þúsund spilanir á Spotify, er voða hefðbundið rapplag. Snýst um kvenmenn, peninga og Glazer-fjölskylduna. „Ég er að undirbúa nokkrar yfirlýsingar, ég þarf pening eins og Glazer-fjölskyldan,“ segir í lauslegri þýðingu á texta lagsins. Áhugasamir geta fundiðlagið á Youtube sem og á Spotify þar sem platan er í heild sinni. Memphis hefur átt góðu gengi að fagna með Lyon frá því hann gekk í raðir félagsins haustið 2017. Hann sleit liðbönd í hné í lok síðasta árs en er aftur kominn á fullt og virðist sem Ronald Koeman – landi hans og þjálfari Barcelona – vilji ólmur fá hann í raðir spænska stórveldisins. Þá hefur Memphis leikið 59 leiki fyrir A-landslið Hollands og skorað í þeim 21 mark. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay lætur það ekki duga að vera einn af máttarstólpum Lyon í frönsku úrvalsdeildinni sem og hollenska landsliðinu. Hann er einnig tónlistarmaður og gaf út plötuna Heavy Stepper á þessu ári. Hinn 26 ára gamli Memphis nefnir Glazer fjölskylduna í laginu Big Fish eða einfaldlega ´Stór Fiskur´ á okkar ástkæra ylhýra. Fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd af stuðningsfólki Man United sem og fyrrum leikmönnum,fyrir að hugsa ekki um annað en að fylla eigin vasa. Memphis lék með félaginu frá 2015 til 2017. Var honum spáð frægð og frama en náði aldrei almennilegri fótfestu í enska boltanum. Big Fish, sem er með 22 þúsund spilanir á Spotify, er voða hefðbundið rapplag. Snýst um kvenmenn, peninga og Glazer-fjölskylduna. „Ég er að undirbúa nokkrar yfirlýsingar, ég þarf pening eins og Glazer-fjölskyldan,“ segir í lauslegri þýðingu á texta lagsins. Áhugasamir geta fundiðlagið á Youtube sem og á Spotify þar sem platan er í heild sinni. Memphis hefur átt góðu gengi að fagna með Lyon frá því hann gekk í raðir félagsins haustið 2017. Hann sleit liðbönd í hné í lok síðasta árs en er aftur kominn á fullt og virðist sem Ronald Koeman – landi hans og þjálfari Barcelona – vilji ólmur fá hann í raðir spænska stórveldisins. Þá hefur Memphis leikið 59 leiki fyrir A-landslið Hollands og skorað í þeim 21 mark.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira