Fótbolti

„Við viljum fá hann og hann vill koma“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Depay fagnar sigrinum gegn Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Depay fagnar sigrinum gegn Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. vísir/getty

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, segir að félagið vilji fá Memphis Depay frá Lyon. Hann segir einnig að leikmaðurinn vilji koma.

Það hefur verið mikið fjallað um að Koeman vilji fá landa sinn, Depay, til Barcelona eftir að hafa tekið við félaginu í sumar en það virtist vera renna út í sandinn.

Nú hefur staðan hins vegar breyst og gætu félagaskiptin gengið í gegn síðar í kvöld. Mikil U beygja í málinu.

„Við viljum fá hann til Barcelona og hann vill koma. Hann er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Koeman í samtali við fjölmiðla í dag.

El Chringuito hefur eftir Juninho Pernambucano, yfirmanni knattspyrnumála hjá Lyon, að Depay hafi náð samkomulagi við Barcelona en félögin áttu eftir að ná saman.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.