Erlent

Dularfulla súlan er horfin

Samúel Karl Ólason skrifar
Opinberir starfsmenn fundu súluna nýverið er þeir voru á flugi um svæðið. Svo virðist sem henni hafi verið komið fyrir í berginu á milli ágúst 2015 og október 2016.
Opinberir starfsmenn fundu súluna nýverið er þeir voru á flugi um svæðið. Svo virðist sem henni hafi verið komið fyrir í berginu á milli ágúst 2015 og október 2016. AP/Almenningsöryggisstofnun Utah

Hin dularfulla málmsúla sem fannst nýverið í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð. Embættismenn segjast ekki vita hver fjarlægði súluna sem talið er að hafi verið listaverk.

Henni hafði þó ólöglega verið komið fyrir á landi í eigu hins opinbera og enginn virðist vita hver var að verki.

Súlan virðist hafa horfið á föstudagskvöldið, samkvæmt frétt New York Times.

Um var að ræða málmsúlu með þremur hliðum.

Talsmaður Almenningsöryggisstofnunar Utah hefur sagt að einhver hafi tekið steinsög og sagað í bergið svo súlan passaði nákvæmlega í gatið. Henni hefði verið komið vel fyrir. Hann sagði að vegir væru þar tiltölulega nærri en það væri erfitt að koma þeim búnaði sem til þyrfti og súlunni sjálfri, sem er sögð hærri en fjórir metrar, á staðinn.

Opinberir starfsmenn sáu súluna úr lofti þegar þeir voru að telja geitur á svæðinu.

Eins og áður segir er ekki vitað hver kom súlunni fyrir í fyrsta lagi. Í fyrstu beindust spjótin að listamanninum John McCracken en hann dó árið 2011. Sonur hans sagði New York Times í vikunni að faðir hans hafi átt það til að koma listaverkum fyrir á afskekktum stöðum og láta aðra uppgötva þau.

Miðað við gervihnattamyndir frá Google Earth virðist sem að súlunni hafi verið komið fyrir í berginu á milli ágúst 2015 og október 2016.

Here is our official statement on the rumors surrounding the "#Monolith:" We have received credible reports that the...

Posted by Bureau of Land Management - Utah on Saturday, 28 November 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.