Írar boða umfangsmiklar tilslakanir í næstu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 10:13 Á föstudaginn verður veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram nema boðið sé upp á heimsendingu eða að taka með. Getty/Artur Widak Írsk stjórnvöld hafa ákveðið að draga verulega úr aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá og með þriðjudegi í næstu viku má opna verslanir á nýjan leik, sem og hárgreiðslustofur, söfn og bókasöfn svo fátt eitt sé nefnt. Strangar aðgerðir hafa verið í gildi á Írlandi í næstum sex vikur. Útgöngubann hefur verið í gildi og svo gott sem allt hefur verið lokað fyrir utan skóla og menntastofnanir og þá hafa byggingaframkvæmdir haldið áfram. Frá 1. desember, sem er á þriðjudag, verður almenningi einnig heimilt að sækja kirkju eða aðrar trúarstofnanir og að spila golf og tennis að því er fram kemur í frétt BBC um afléttingu takmarkana. Áfram verða þó í gildi takmarkanir á landamærum en Írum er ekki ráðlagt að ferðast til útlanda að nauðsynjalausu. Þá taka gildi enn frekari tilslakanir á föstudaginn þegar veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, verður heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram. Það hefur verið rólegt yfir á götum Belfast undanfarnar vikur. Búist er við að reglur um ferðalög til Norður-Írlands verði endurskoðaðar þegar nær dregur jólum.Getty/Peter Morrison Írski landlæknirinn, Tony Holohan hefur varað ríkisstjórnina við því að þriðja bylgja faraldursins gæti orðið jafnvel enn banvænni en síðasta bylgjan. Jafnvel miðað við bjartsýnustu sviðsmyndir geti útbreiðsla veirunnar í janúar verið nógu mikil til að „hafa í för með sér raunverulega og umfangsmikla ógn gagnvart yfirstandandi baráttu um að standa vörð um almannaheilbrigði og viðkvæma hópa, heilbrigðis- og velferðarþjónustu og um menntakerfið,“ segir í bréfi Holohan til ríkisstjórnarinnar sem The Irish Times greinir frá. Þá varar Holohan og viðbragðsteymi írskra heilbrigðisyfirvalda sérstaklega við ferðalögum um landamæri. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir enn frekari tilslökunum frá 18. desember til 6. janúar en á því tímabili verður fólki heimilt að heimsækja fjölskyldu og vini. Í mesta lagi mega þó koma saman fjölskyldur og vinir af þremur heimilum í einu. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld muni endurskoða reglur um ferðalög til Norður-Írlands þegar nær dregur 18. desember. Írland Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Strangar aðgerðir hafa verið í gildi á Írlandi í næstum sex vikur. Útgöngubann hefur verið í gildi og svo gott sem allt hefur verið lokað fyrir utan skóla og menntastofnanir og þá hafa byggingaframkvæmdir haldið áfram. Frá 1. desember, sem er á þriðjudag, verður almenningi einnig heimilt að sækja kirkju eða aðrar trúarstofnanir og að spila golf og tennis að því er fram kemur í frétt BBC um afléttingu takmarkana. Áfram verða þó í gildi takmarkanir á landamærum en Írum er ekki ráðlagt að ferðast til útlanda að nauðsynjalausu. Þá taka gildi enn frekari tilslakanir á föstudaginn þegar veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, verður heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram. Það hefur verið rólegt yfir á götum Belfast undanfarnar vikur. Búist er við að reglur um ferðalög til Norður-Írlands verði endurskoðaðar þegar nær dregur jólum.Getty/Peter Morrison Írski landlæknirinn, Tony Holohan hefur varað ríkisstjórnina við því að þriðja bylgja faraldursins gæti orðið jafnvel enn banvænni en síðasta bylgjan. Jafnvel miðað við bjartsýnustu sviðsmyndir geti útbreiðsla veirunnar í janúar verið nógu mikil til að „hafa í för með sér raunverulega og umfangsmikla ógn gagnvart yfirstandandi baráttu um að standa vörð um almannaheilbrigði og viðkvæma hópa, heilbrigðis- og velferðarþjónustu og um menntakerfið,“ segir í bréfi Holohan til ríkisstjórnarinnar sem The Irish Times greinir frá. Þá varar Holohan og viðbragðsteymi írskra heilbrigðisyfirvalda sérstaklega við ferðalögum um landamæri. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir enn frekari tilslökunum frá 18. desember til 6. janúar en á því tímabili verður fólki heimilt að heimsækja fjölskyldu og vini. Í mesta lagi mega þó koma saman fjölskyldur og vinir af þremur heimilum í einu. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld muni endurskoða reglur um ferðalög til Norður-Írlands þegar nær dregur 18. desember.
Írland Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira