Enski boltinn

Rooney tekur sjálfan sig út úr liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney er orðinn 35 ára gamall en hann er bara með eitt mark í tíu deildarleikjum á þessu tímabili.
Wayne Rooney er orðinn 35 ára gamall en hann er bara með eitt mark í tíu deildarleikjum á þessu tímabili. EPA-EFE/PETER POWELL

Wayne Rooney mun ekki spila með liði sínu Derby County í mikilvægum leik á morgun.

Wayne Rooney er tekinn við sem einn af tímabundnum knattspyrnustjórum Derby County eftir að Phillip Cocu var látinn taka pokann sinn á dögunum.

Rooney hefur nú ákveðið það að spila ekki með liðinu heldur einbeita sér að fullu að starfi sínu sem knattspyrnustjóri Derby liðsins.

Derby County hefur tapað báðum leikjum sínum síðan að Rooney hópurinn tók við og hann hefur spilað báða þessa leiki.

Leikurinn á morgun er fallbaráttuslagur á móti Wycombe Wanderers en þar er svo sannarlega um sex stiga leik. Derby nær Wycombe að stigum með sigri en yrði samt áfram í fallsæti.

Einhverjir myndu halda að það væri slæmt að missa mann eins og Wayne Rooney út úr liðinu en nýi stjórinn er harður á því að taka sjálfan sig út úr liðinu.

Staðan er annars mjög svört hjá liðinu. Derby er nú í neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn af síðustu þrettán leikjum sínum. Liðið er nú aðeins með sex stig út sex stigum frá öryggu sæti.

Rooney er í fjögurra manna stjórateymi með þeim Liam Rosenior, Justin Walker og Shay Given og það vantar því ekki menn til að stjórna í leikjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.