Enski boltinn

Rúnar Alex í marki Arsenal í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hélt markinu hreinu í frumraun sinni fyrir Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson hélt markinu hreinu í frumraun sinni fyrir Arsenal. Getty/David Price

Rúnar Alex Rúnarsson verður í marki Arsenal í Noregi í kvöld þegar liðið mætir Molde í Evrópudeildinni í fótbolta.

Rúnar Alex Rúnarsson verður í marki Arsenal í Noregi í kvöld þegar liðið mætir Molde í Evrópudeildinni í fótbolta.

Leikurinn hefst kl. 17.45 og þess má geta að hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Rúnar Alex, sem kom til Arsenal frá Dijon í Frakklandi í september, hefur leikið einn leik fyrir enska félagið. Það var einnig í Evrópudeildinni, í 3-0 sigri á írska liðinu Dundalk fyrir mánuði síðan. 

Byrjunarlið Arsenal má sjá hér að neðan.

Arsenal er á toppi B-riðils eftir þrjár umferðir af sex. Liðið er með fullt hús stiga eða níu stig, Molde með 6, Rapid Vín með 3 og Dundalk 0. Það er því mögulegt að Arsenal tryggi sér farseðilinn í 32-liða úrslit í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.