Enski boltinn

Mourinho keypti 90 þúsund króna kjötlæri fyrir Reguilón eftir sigurinn á City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho notar ýmsar leiðir til að halda leikmönnum Tottenham ánægðum.
José Mourinho notar ýmsar leiðir til að halda leikmönnum Tottenham ánægðum. getty/Neil Hall

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, pungaði út 500 pundum, eða rúmlega 90 þúsund íslenskum krónum, fyrir kjötlæri eftir sigurinn á Manchester City, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Mourinho birti mynd af sér og spænska bakverðinum Sergio Reguilón með kjötlærið á Instagram. „Loforð er loforð. Þetta kostaði mig 500 pund en ég stend við mín loforð,“ skrifaði Mourinho við myndina.

Reguilón átti góðan leik gegn City og svo virðist sem Mourinho hafi verðlaunað hann með því að kaupa handa honum umrætt kjötlæri sem er framleitt á Spáni og í Portúgal.

Með sigrinum á City komst Tottenham á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem Spurs er á toppi efstu deildar eftir níu umferðir.

Mourinho hefur ekki bara minnt á sig á hliðarlínunni í vetur heldur einnig slegið í gegn með hnyttnum færslum á Instagram eftir leiki.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.