Erlent

Hand­tekinn vegna blóð­baðsins í mexí­kósku eyði­mörkinni

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðist var á bílana milli Bavispe og Ejido í Chihuahua þann 6. nóvember 2019.
Ráðist var á bílana milli Bavispe og Ejido í Chihuahua þann 6. nóvember 2019. EPA/MADLA HARTZ

Lögregla í Mexíkó hefur handtekið mann sem grunaður er um að tengjast morðinu á níu meðlimum samfélags mormóna í norðurhluta Mexíkó í nóvember á síðasta ári.

Fjöldamorðið vakti mikla athygli á sínum tíma og var talið að fólkið hafi orðið á milli átökum eiturlyfjahringja á svæðinu.

Emilio García Ruiz, ráðherra almannaöryggismála í Mexíkó, greindi frá handtökunni í gær. Mexíkóskir fjölmiðlar segja frá því að hinn handtekni sé fyrrverandi lögreglumaður sem hafi verið með tengsl við eiturlyfjahringnum La Línea.

Þrjár konur og sex börn, öll með tvöfalt ríkisfang, mexíkóskt og bandarískt, létu lífið í árásinni. Þau voru meðlimir LeBarón fjölskyldunnar, samfélags mormóna sem sögðu sig úr mormónakirkjunni og settust að í Mexíkó fyrir um hundrað árum síðan.

Fjölmiðlar segja tvo menn til viðbótar einnig hafa verið handtekna vegna málsins.

Þrjár konur og fjórtán börn voru á ferð á afskekktum vegi milli Sonora og Chihuahua þegar ráðist var bílana. Ekki liggur fyrir um ástæður þess að ráðist var bílana en talið er að liðsmenn La Línea hafi þar talið að liðsmenn eiturlyfjahringsins Los Chapos hafi þar verið á ferð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×