Jafnt hjá Úlfunum og Southampton

Walcott fagnar fyrsta marki sínu fyrir Southampton í 15 ár.
Walcott fagnar fyrsta marki sínu fyrir Southampton í 15 ár. Marc Atkins/Getty Images

Southampton náði ekki að vinna fjórða deildarsigurinn í röð er liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolverhampton Wanderers í kvöld. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Theo Walcott gestunum yfir þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Var það fyrsta mark Walcott fyrir Southampton síðan árið 2005. 

Varamaðurinn Pedro Neto jafnaði metin á 75. mínútu eftir að hafa aðeins verið inn á vellinum í fimm mínútur. Hann fylgdi þá eftir skoti Raul Jiménez sem hafnaði í stönginni. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins.

Southampton er með 17 stig í 5. sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins á meðan Wolves er í 9. sæti með 14 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.