Erlent

Hvetur G20 að koma til móts við fá­tækari ríki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Andres Manuel Lopez Obrador forseti Mexíkó á rafrænum fundi G20 ríkjanna í dag.
Andres Manuel Lopez Obrador forseti Mexíkó á rafrænum fundi G20 ríkjanna í dag. EPA-EFE/Mexican Presidency

Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði í dag til G20 ríkjanna að koma til móts við fátækari ríki í lánamálum. 

Hagkerfi G20 ríkjanna eru meðal þeirra sterkustu í heiminum og eins og þekkt er orðið hefur efnahagsástands heimsins versnað til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Fátækari ríki eru hvað verst sett og bætir skuldaálag ekki stöðuna.

Forsetinn hefur varað ríkisstjórn landsins við því að lánsetja ríkissjóð og aðstoða fyrirtæki í efnahagskreppunni. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur Mexíkó muni dragast saman um tíu prósent á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan í kreppunni 1929.

Hann hvatti G20 leiðtogana jafnframt til að tryggja að ríki með meðal-verga landsframleiðslu gætu tekið lán á góðum kjörum, sömu kjörum og þróaðri ríki fengju nú.

Forseti Alþjóðabankans varaði leiðtoga G20 ríkjanna í dag við því að yrði fátækari ríkjum ekki tryggð frestun á greiðslu lána eða þau ekki afskrifuð myndi það leiða til aukinnar fátæktar.

Evrópuríki og Bandaríkin geta nú tekið lán með vöxtum sem eru nærri 0% og segir í frétt Reuters að markmið Lopez Obradors sé líklega að tryggja fátækari ríkjum frestun lánagreiðslna með svipuðum vöxtum. Það er að þurfi ríki að fresta lánagreiðslum verði vextir á greiðslunum nærri 0%.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.