Enski boltinn

Ó­farir Sheffi­eld halda á­fram eftir þrumu­fleyg Haller

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sebiastian Haller og félagar fagna sigurmarkinu í dag.
Sebiastian Haller og félagar fagna sigurmarkinu í dag. Catherine Ivill/Getty Images

West Ham vann 1-0 sigur á Sheffield United er liðin mættust á Bramall Lane í dag. Vandræði Sheffield halda því áfram eftir frábært gengi á síðustu leiktíð.

Staðan var markalaus í hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom á 56. mínútu er Sebiastian Haller skoraði með þrumuskoti.

West Ham er þar af leiðandi komið upp í áttunda sæti deildarinnar en lærisveinar David Moyes eru með fjórtán stig eftir fyrstu níu umferðirnar.

Sheffield United er á botninum með eitt stig eftir níu umferðir. Vandræði hjá lærisveinum Chris Wilder.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.